Um stjórnarskrárbrotsrökin

Grétar H. Gunnarsson guðfræðinemi bendir mér á að í umfjöllun mína um fjölmiðlafrumvarpi vanti eina forsendu gagnrýnenda frumvarpsins. Þ.e. um sé að ræða stjórnarskrárbrot og því séu lögin ekki í lagi.

Eftir nokkra leit á www.fjolmidlafrumvarp.is fann ég vísun í hvaða álitaefni eru um stjórnarskrárbrot. “Álitaefnin varða jafnræðisreglu, vernd eignarréttar, atvinnufrelsi, tjáningarfrelsi, afturvirkni og meðalhófsreglu.” Eins og segir í áliti minnihlutaáliti Alsherjarnefndar Alþingis.

Hvaða varðar vernd eignarréttar þá er hann bundinn almannahagsmunum. Ef hagsmunir almennings krefja má ógilda eignarrétt komi fullar bætur fyrir (það er ekki flóknara). Mér er gjörsamlega útilokað að sjá hvernig lög um takmörkun á eignaraðild takmarki tjáningarfrelsi (frelsi mitt til tjáningar er EKKI skert þó ég eigi enga útvarpsstöð). Hvað varðar afturvirkni þá er ljóst að þessi lög áttu að vera tilkomin mikið fyrr. Það er alltaf erfitt að leiðrétta villur. Hins vegar eru flestir sammála um að það verði að leiðrétta þessa villu á einhvern hátt, og sú leiðrétting verður alltaf afturvirk í einhverjum skilningi. Hvað atvinnufrelsi varðar, þá eru takmarkanir á því heimilar ef almannahagsmunir krefjast þess og það á við hér að mínu mati.

Hvað varðar jafnræðisregluna, þá sé ég ekki að hún sé brotin. Enda er í frumvarpinu engin mismunun hvað varðar kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti.

Ég viðurkenni hins vegar að meðalhófsreglan er líklega flóknasti þátturinn í þessu. Hversu langt þarf að ganga í að takmarka eignaraðild? Er nauðsynlegt að takmarka eign dagblaðs í ljósvakamiðli? Ég hallast að því að svo sé. Með því móti er komið í veg fyrir samþjöppun á auglýsingamarkaði svo dæmi sé tekið. Er nauðsynlegt að takmarka eignaraðild aðila með markaðsráðandi stöðu? Já, það fullyrði ég. Gegnumbrot á markaði þar sem fjölmiðlar eru í höndum samkeppnisaðila sem er markaðsráðandi er erfiðara en ella. Mætti leysa það öðruvísi, t.d. með öflugri samkeppnislögum. Ég held það væri mun flóknara og minna “effektívt”.

Að ofangreindu sögðu, þá viðurkenni ég fúslega að hafa gleymt þessum lið í upptalningu minni á helstu rökum andstæðinga frumvarpsins. Um leið tel ég mig leggja fram nokkur rök, yfirborðskennd, en samt rök fyrir því að stjórnarskrárbrotsrökin séu ekki gild.

15 thoughts on “Um stjórnarskrárbrotsrökin”

  1. Þú gleymir öðru. Yfirlýstur tilgangur fjölmiðlalaga víðast hvar í hinum siðmenntaða heimi er að auka fjölbreytni og koma í veg fyrir einokun á markaði. Ummæli Davíðs, Þorgerðar Katrínar og Árna Magnússonar virðast kynda undir þá tilfinningu sem margir hafa að tilgangur laganna hjá Davíð sér ekki að auka fjölbreytni, heldur þvert á móti að koma í veg fyrir að ákveðin rödd fái að tjá sig. Nú síðast sagði Sturla Böðvarsson eitthvað á þessa leið: “Það hljóta allir að sjá að þessar árásir á forsætisráðherra landsins í fjölmiðlum ganga ekki. Við sjálfstæðismenn höfum miklar áhyggjur af þessu.” Þetta verður að stöðva. “Allir hafa rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri.” Þessi setning á að vera hrygglengja umræðunnar um fjölmiðlafrumvarp. Þetta frumvarp gengur úr á það gagnstæða.

  2. Þarna er ég ekki sammála þér. Til lengri tíma auka þessi lög fjölbreytni á markaði. Vandi markaðarins hingað til hefur m.a. verið gífurlega sterk markaðsstaða Norðurljósa. Vegna samlegðaráhrifa auglýsingasölumanna Norðurljósa annars vegar og RÚV hins vegar hafa auglýsingadeildir litlu útvarpsstöðvanna EKKI séns. Fákeppnin er því til staðar nú þegar. Ég vil síður túlka andblæ orða stjórnmálamanna en fullyrði að til langs tíma gefur fjölmiðlafrumvarpið svigrúm fyrir alla til að koma skoðunum sínum á framfæri, ólíkt því starfsumhverfi sem er að myndast hér á landi. Ég efast ekki um að Davíð er hefnigjarn púki sem vill Jóni Ásgeiri illt. En mér finnst það algjört aukaatriði í þessu máli. Aðalatriðið er að starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi verði eðlilegt. Þessi lög gera það að mínu mati kleift.

  3. Smáviðbót: Góður maður velti upp spurningunni. “Hvað ef Jón Ásgeir og Davíð Oddsson tækju höndum saman á morgun?” Núna höfum við Norðurljósin í stjórnarandstöðu og tölum um mikilvægi þeirra sem varnagla. Hvað gerum við þegar stjórnvöld og Norðurljós taka höndum saman? Við slíkar aðstæður er enginn fjölmiðill sem gæti haldið úti gagnrýni á stjórnvöld, nema kannski Útvarp Saga og Morgunblaðið (ef sjálfstæðisflokkurinn verður ekki við völd). Ég held að allir sjái hættuna við það!

  4. Ekkert bendir til þess að þessi lög auka fjölbreytni á markaði. Um það er eining hjá fagaðilum sem hafa ályktað um málið. Blaðamannafélagið, Félag kvikmyndagerðarmanna, Rafiðnaðarsambandið ofl. ÖLL fagfélög sem að málinu hafa komið hafa sett stór spurningamerki við þetta. Það eitt ætti að nægja til þess að menn andi rólega og hugsi sinn gang. Meira að segja sá maður sem duglegastur hefur verið við að verja hverja einustu gjörð ríkisstjórnarinnar, Ingvi Hrafn á Sögu, segir að þessi lög séu handónýt. Þessi vandi með auglýsingasöluna er dropi í hafið miðað við önnur vandamál í starfsumhverfi fjölmiðla. Lögin taka heldur ekkert á þessu vandamáli sem er sterk staða eins fyrirtækis á auglýsingamarkaði. Morgunblaðið haft hreðjatak á blaðaauglýsingarmarkaði í áratugi í krafti stærðar sinnar. Nú hefur verð á auglýsingum snarlækkað á blaðamarkaði, okkur til hagsbóta vegna þess að Fréttablaðinu er “troðið inn um lúguna hjá okkur á hverjum degi”.

  5. Hvað varðar fjölbreytni á markaði þá er eðli stéttarfélaga að hugsa fyrst og fremst um félagsmenn sína NÚNA. Að sjálfsögðu eykst atvinnuleysi hjá blaðamönnum, rafiðnaðarsambandinu og kvikmyndagerðarmönnum ef Norðurljós leggja niður starfsemi sína. Að sjálfsögðu eru félög þessara hópa á móti slíku. Það hefur ekkert að gera með framtíðina. Reyndar er ekkert einsýnt með það að þessir fjölmiðlar leggist af. Þetta er ekki spurning um tilvist miðlanna heldur eignarhald og það er tvennt ólíkt. Einokunartilburðir á markaði leiða ALLTAF til minni fjölbreytni til langs tíma. Ef við grípum ekki inn í málin núna hvenær gerum við það þá? Það er alveg rétt hjá þér að Morgunblaðið átti blaðaauglýsingamarkaðinn í áratugi. Hins vegar var til staðar annar auglýsingamarkaður í fjölmiðlum þar sem Árvakur var ekki. Sá veruleiki er EKKI til staðar í dag, Norðurljós eru alls staðar. Ákvæðið um að sami eigandi geti ekki átt ljósvakamiðil og dagblað tekur einmitt á þessum vanda.

  6. Þetta er ekki rétt hjá þér. Er það þannig að allir hugsi einungis um skammtíma hagsmuni nema Davíð Oddsson? Stór meirihluti fjölmiðlamanna er alveg sammála fagfélögunum. Margir í þeirra röðum hafa æpt á lagasetningu í áratugi. Reyndar hafa allir utan fárra forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins verið sammála um að þörf sé að setja leikreglur um eignaraðild að fjölmiðlum, en að það sé mjög vandasamt og þurfi að gera eftir vandaða og yfirvegaða forvinnu. Menn eru semsagt ekki á móti allri lagasetningu um fjölmiðla, menn eru á móti ÞESSARI lagasetningu vegna þess að hún nær ekki yfirlýstum tilgangi sínum. Allur hraðinn og ofbeldið í kringum þetta verður síðan til þess að grunur læðist að fólki að tilgangurinn með lagasetningunni sé kannski pólitískur. Annað eins hefur nú gerst. Ef öll fagfélög sem að málinu koma segja: “Dokum aðeins við. Ræðum málin aðeins.” …er ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi að hunsa það. Ég endurtek: Ólýðandi! Það er yfirgangur og ofbeldi og enginn virðing borinn fyrir

  7. Ég endurtek: Ólýðandi! Það er yfirgangur og ofbeldi og enginn virðing borinn fyrir þeim sem lögin varða mest. Skoðum blaðamarkaðinn: Blöðum fækkaði. Stór hópur blaðamanna hafði ekki atvinnu. Gunnar Smári Egilsson stofnar Fréttablaðið. Baugur sér hag í því að brjóta niður einokun Moggans á blaðaauglýsingamarkaði. Þessvegna kaupir Baugur Fréttablaðið. Heldur þú að það hafi verið til að koma á framfæri sínum persónulegu skoðunum? Það held ég ekki. Blaðamenn fengu fjármagn. Baugur fékk ódýrari auglýsingar. Það að Gunnar Smári skuli ritstýra blaði sem er í stjórnarandstöðu er hlutur sem Davíð á erfitt með að sætta sig við (samanber hvernig Sturla talaði af sér).

  8. Skoðum ljósvakamiðlanna: Í ljósvakamiðlunum er dreyfikerfið aðalatriði. Auglýsendur horfa einfaldlega á hversu snertiflöturinn við neytendann er stór. Stóra málið í ljósvakamiðlum er því hið nýja stafræna dreyfikerfi sem er í uppsiglingu. Verður það í eigu þjóðarinnar, verður í eigu Símans eða verður það í eigu hvers aðila fyrir sig? Verður eitt staðlað settopbox eða verður hver fjölmiðill með sinn eigin búnað? Þetta eru aðkallandi spuringar sem varða fullyrðingu okkar: “Allir hafa rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri.” Það er ekki tekið á þeim í þessu frumvarpi. Vanhugsað frumvarp unnið í bræði og nær ekki yfirlýstum tilgangi sínum.

  9. Einsog Hallgrímur Thorst. orðaði það: Eigum við að hleypa Davíð og Halldóri inn í stofu til okkar og leyfa þeim að stjórna fjarstýringunni og hvaða blað kemur inn um lúguna. Þetta er ólýðandi vinnubrögð.

  10. Að sjálfsögðu er um að ræða skammtímahagsmuni Davíðs Oddssonar. Mér mislíkar hvernig fólk reynir að gera þann mann að miðpunkti allra umræðna og dettur EKKI í hug að verja persónu hans í þessu máli eða öðrum. Það skiptir heldur ekki máli í hvaða skini Baugur keypti Fréttablaðið og DV. Það sem skiptir máli hér er að markaðsráðandi fyrirtæki á og rekur fjölmiðla, bæði ljósvakamiðla og dagblöð og hefur í krafti stærðar einokunarstöðu hvað auglýsingar varðar gagnvart samkeppnisaðilum á öðrum markaði. Á þessu tekur frumvarpið. Kannski er hægt að setja betri lög, en óvissa um hugsanlega lagasetningu sem hangir yfir fjölmiðlamarkaði í langan tíma, er miklu skaðlegri en þau lög sem nú liggja fyrir til samþykktar.

  11. Gott að sjá að þú hefur skoðað þau rök er lúta að stjórnarskrárhlið málsins. Það er gott og lofsvert. Hinsvegar er það ekki nóg að þú gerir það á eigin forsendum. Við hljótum að æskja þess að slíkt geri ráðamenn þjóðarinnar sömuleiðis. Og við hljótum að gera þá kröfu að þeir leiti eftir fagálitum í jafn eldfimu máli sem þessu. Allsherjarnefnd hinsvegar hafnaði beiðni um að lögfræðiálit yrði fengið til að skoða lögmæti laganna varðandi stjórnarskránna. Því var HAFNAÐ. Hvers vegna? Það er ekki gott að skilja. Ef menn eru öruggir á niðurstöðum þeim sem í lögunum er að finna þá eiga þeir ekki að vera hræddir við álit löglærðra manna sem hafa sérþekkingu. Þess vegna BER okkur að vera andvígir þessari lagasetningu þangað til það hefur fengið þá yfirvegun sem því ber. Svona virkar lýðræði ekki. Eða öllu heldur; svona á það ekki að virka. Ég virði það að þú hafir skoðað stjórnarskrárrökin. En þín viðhorf verða léttvæg við hlið viðhorfa fræðimanna í stjórnskipunarrétti.

  12. En það er einmitt svo merkilegt að þeir fræðimenn sem spurðir hafa verið hafa lýst því yfir að þeir ýmist hafa miklar efasemdir um að frumvarpið standist stjórnarskrá eða þá að þeir telja að það standist alls ekki. Skyldi það vera þess vegna sem Alþingi í krafti meirihluta(þ.e allsherjarnefnd) neitar að þiggja sérfræðiálit?

  13. Fjölmiðlamenn eru búnir að búa við óvissu í mörg ár. Svo kemur lagafrumvarp sem yfir 90% fjölmiðlamanna froðufella yfir..eru það þá rök að það verður að eyða óvissunni!!!??? Það er staðreynd að þetta snýst um Davíð Oddson og fámennan hóp í kringum hann og ekkert annað. Þetta snýst um hvernig valdinu er beitt. Hugmyndir Davíðs yrði skotnar á kaf ef einhver annar fengi þá hugmynd að bera þær fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það vita allir. Árásir Davíðs og klíku hans á fjölmiðlamenn eru alls ekki við hæfi. Þær eru komnar langt yfir strikið. Árásir Davíðs á forsetann eru komnar langt, langt yfir strikið. Að hann skuli hringja í umboðsmann Alþingis er hneyskli. Ég endurtek: Þessi umræða snýst einmitt um Davíð og hvernig hann kýs að beita valdi sínu. Umræðan hefur ekkert með hugmyndir að gera. Ef þetta snérist um hugmyndir væru málin rædd. Björn Bjarnason kallaði Sigurð Líndal lagaprófessor handbendi Baugsmanna. Björn Bjarnason er dómsmálaráðherra!

  14. Þessi umræða nær líklega ekki lengra. Davíð verður alltaf miðpunkturinn. Þar sem mér líkar ekki við Davíð, þá er rétt að hætta hér.

Comments are closed.