Fíll

Ég fór á myndbandaleiguna áðan og tók myndina Fíll (e. Elephant) eftir Gus Van Sant. (Spolier)

Myndin fjallar um atburði sem áttu sér stað í smábæ í Colorado 1999. Þegar tveir drengir ákváðu að breyta skólanum sínum í blóðvöll og skyldu 15 manns eftir í valnum.

Þarna er lýst firrtum heimi án tilfinninga. Skeytingarleysið er algjört. Persónur myndarinnar sjá ekki hver aðra, finna ekki til hvor með annarri. Ekkert virðist skipta máli. Sem áhorfandi myndast engin tengsl heldur. Við horfum á líf ungs fólks líða hjá og okkur er alveg sama. Þegar Benny hættir við að hoppa út um gluggann, bíðum við róleg eftir að hann verði skotinn og síðan gerist það. Þar fór hann.

Það er mótsögn fólgin í því að með tilfinningalausri mynd tekst Gus Van Sant að láta okkur líða nákvæmlega eins og Alex og Eric (lesist Dylan og Eric) þegar þeir taka ákvörðun um að breyta skólanum í Counter-Strike.

6 thoughts on “Fíll”

  1. Já, ég er það. Ég held að þessi nálgun að firringu sé holl og góð. Hefði ég hins vegar verið algjörlega óviðbúin myndinni hefði ég líklega gefist upp eftir 25 mínútur.

  2. Já það þurfti mikla þolinmæði til að horfa á þessa mynd en ég sé ekki eftir því. Ég er ekki alveg sammála því að persónur myndarinnar sjái ekki hver aðra, að þær finni ekki til með hvor annarri. Til dæmis eru John (ljós hærði strákurinn) og Eli (ljósmyndarinn) greinilega vinir og Eli virtist hamingjusamur sbr. myndatökuna af pönkaraparinu og atriðið í myrkrakompunni. Þar að auki sýndi stelpa John samúð þegar hún kom að honum grátandi. Og John varaði fólk við að fara inn í skólann eftir að hann sá Alex og Eric fara inn með byssur. Að vísu var greinilegt að persónurnar sáu ekki alla. Alex og Eric voru laggðir í einelti og sömuleiðis krullhærða stelpan (mjög lýsandi að ég get ómögulega munað hvað hún heitir).

  3. En ég sammála þér að áhorfandanum er haldið algerlega utan við allar tilfinningar persónanna. Við fáum bara að fylgjast með þeim í einn dag, labba gegnum íþrótta sal, labba gegnum endalausa steríla ganga, en öfugt við flestar Hollywood myndir nútímans þá var enginn tilfinninga rússíbani. Myndavélin er oft bara kjur eða að elta einhvern á labbi, engar klippingar til að auka áhrifin. Og í lokin þegar allir voru drepnir snerti það mann næstum ekkert. Þetta leit allt út eins og tölvuleikur og ég held reyndar að það hafi einmitt verið ætlun þeirra sem gerðu myndina. Það er þetta tilfinningaleysi áhorfandans (þ.e. mitt) í lokin sem mér finnst áhugaverðast við þessa mynd.

  4. Mér fannst þetta samhengisleysi myndarinnar einmitt mjög sterkt þar sem við vitum allan tímann hvað gerist í lokin. Þótti myndin því mjög áhrifamikil þrátt fyrir að raun sé ekki söguþráður í henni, hún er í raun eins og forleikur að harmleik. Tek undir með Jenný, nokkrar persónur myndarinnar sýna samúð og umgangast aðra krakka af virðingu, þó aðrir geri það ekki. Er það ekki bara nokkuð góð mynd af umhverfi unglinga? Fyrir suma er þetta algjört helvíti en besti tími annarra. Flestir flakka á milli þessara póla.

Comments are closed.