1. Mósebók 1. kafli

(Hér horfi ég til 1. Mós 1.1-2.4)

1. Mósebók hefst á helgihaldstexta. Texta sem líkast til hefur mótast í helgihaldinu, þar sem lesari fer með texta sem lýsir mögnuðu sköpunarverki Guðs og þátttakendur í helgihaldinu svara. Ýmist með orðunum: “Það var kvöld, það varð morgun …” eða “Og Guð sá að það var gott.”

Sköpunarverkið er gott og er verk Guðs. Sköpunin er þó ekki úr engu gerð skv. upphafi 1. Mósebókar, í upphafi svífur Guð yfir auðninni og tóminum, óreiðunni. Sköpun Guðs felst í að koma skipulagi á óreiðuna. Guðinn í þessum fyrsta kafla er ekki endilega persónulegur Guð, hann svífur yfir og skapar, en virðist ekki endilega líklegur til að grípa inn í sköpunarverk sitt eftir að hafa lagst til hvílu.

Ábyrgðin á sköpunarverkinu er í höndum mannsins og konunnar. Við erum sköpuð í ímynd Guðs og okkur er færð jörðin að gjöf. Hægt er að lesa textann jafnt sem ákall til umhverfisverndar og sem réttlætingu fyrir því að skeyta í engu um umhverfið, allt eftir því hvernig við skiljum okkur sjálf í sambandi við annað fólk (og Guð ef því er að skipta).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.