1. Mósebók 2. kafli

(Frá 5. versi)

Sköpunarsaga annars kaflans segir frá Guði sem er virkur þátttakandi. Sköpunarverkinu er fundin staður í Frjósama hálfmánanum. Lífið í aldingarðinum er ljúft líf, maðurinn virðist lifa í sátt við sköpunarverkið. Textanum virðist ætlað að réttlæta mismunandi stöðu karla og kvenna, með tilvísun til þess að maðurinn kom fyrst og konunni var fyrst og fremst sköpuð sem meðhjálpari. Misvægi milli karla og kvenna er þó ekki algjört í textanum, þar sem það virðist gert ráð fyrir að karlar yfirgefi sína fjölskyldu og gangi til liðs við fjölskyldu konu sinnar við giftingu. Þannig er það stórfjölskylda konunnar sem er ráðandi en ekki karlsins. Þessa nálgun á ráðandi þætti fjölskyldu konunnar má sjá í samskiptum Bóasar við Rut og Naómi í Rutarbók, þó hún sé ekki til staðar í fyrri hluta þeirrar bókar.

Í lok 2. kaflans lesum við að í heimi aldingarðsins hafi blygðun ekki verið til. Allt var gott og fallegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.