Jóhannesarguðspjall 10. kafli

Þau eru merkileg orð Jesú að það sé mælikvarði á trúverðugleika, hvort þeir sem segjast trúa, fylgi boðskapnum sem boðaður er. Það er auðvelt að halda því fram að þessi orð Jesús komi hart niður á honum sjálfum, alla vega ef við lítum til kirkjunnar sem kennir sig við nafn hans.

Til að verja gildi orða Jesús er hugsanlega nauðsynlegt að fara í einhvers konar verkaréttlætingarleik, benda á að Jesús kallar okkur í kaflanum til að verða guðir. Þá getum við líka reynt að benda á að Jesús er fyrst og fremst að tala um verk trúarleiðtoga sem ganga fram í því að segjast vera betri, segjast vita betur. Hann er að kalla eftir því að í lífi trúarleiðtoga verði orð og athafnir að stemma.

Það er reyndar áhugavert að þrátt fyrir að trúverðugleiki sé byggður á verkum, þá er trú ekki afleiðing verka. Þessi hugsun minnir um sumt á tvíþátta hvatakenningu Herzberg. Svo ég endurtaki þessa hugsun. Þrátt fyrir að trúverðugleiki leiðtoga byggi á verkum þeirra. Þá virðist Jesús með það á hreinu að við trúum ekki vegna þeirra verka sem við sjáum, eins og hefur komið glöggt í ljós fyrr í guðspjallinu. Þannig virka góð verk trúarleiðtoga eða öllu skortur á þeim, sem neikvæð hvatning eingöngu. Hinn raunverulega jákvæða hvatning er annars konar.

2 thoughts on “Jóhannesarguðspjall 10. kafli”

  1. Það sem mér finnst áhugaverðasta við þessi mjög skemmtilegu yfirferð þína, er að þú virðist leggja alveg rosalega áherslu á að finna (eða að mínu mati stundum búa til) texta sem leggja áherslu á “félagslegt réttlæti”, en þú virðist ekki hafa mikinn áhuga (amk virðast þeir ekki vekja athygli þína) á textum sem fjalla um alls konar trúarkenningar.

    Í þessum kafla er til dæmis mjög mikið áhugavert efni um guðdóm Jesú og útvalningu, en það sem vekur athygli þína eru einhver ummæli Jesú um góð verk hans.

  2. Þetta er alveg rétt mat hjá þér Hjalti. Áhugasvið mitt innan guðfræðinnar liggur á mörkum kirkjufræði, trúarlífsfélagsfræði og siðfræði. Þá hef ég einnig eytt miklum tíma í að skoða hegðun trúfélaga í samtímanum.

    Það er líka rétt hjá þér að guðdómur Jesús er eitt aðalþema Jóhannesarguðspjall eins og ég hef nefnt nokkrum sinnum, án þess að dvelja við merkingu þess. Það má gagnrýna mig fyrir að kafa ekki dýpra þar, en það er einfaldlega ekki áhugamál mitt eins og er.

    Reyndar mun ég minnast á útvalningarhugmyndir síðar í yfirferð minni á Jóhannesarguðspjalli. Ég skrifa nokkra daga fram í tímann og var að skrifa um Kalvín í morgun. Þannig að bíddu spenntur :-).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.