Jóhannesarguðspjall 16. kafli

Þau okkar sem taka Biblíulestur alvarlega þurfum að spyrja okkur spurninga um markmið höfundarins með skrifum sínum. Af hverju er textinn skrifaður, textinn sem við lesum og skiljum sem birtingarmynd á orði Guðs og fyrir hvaða lesendahóp er skrifað?

Þegar 16. kafli Jóhannesarguðspjalls er lesinn virðist markhópurinn skýr. Textinn er skrifaður með kristið fólk í huga, fólk sem þá þegar tilheyrir samfélagi trúaðra. Jóhannesarguðspjall er skrifað til fólks sem upplifir árásir vegna trúar sinnar. Höfundur guðspjallsins vitnar í orð Jesú um ofsóknir og þjáningu. Höfundurinn vísar til orða Jesú um að þeir tímar komi að kristnir fái ekki lengur að hittast í samkomuhúsum gyðinga, hann talar um að einhverjir verði líflátnir fyrir trúna. Ef til vill skýrir samkomubannið í samkundum gyðinga að einhverju leiti viðhorf höfundar til trúarleiðtoganna sem mér hefur orðið tíðrætt um. Þá er ekki ósennilegt að höfundurinn sé með vísan til orða Jesú um þá sem verða líflátnir að vísa m.a. til dauða Péturs (sjá aftur í 21. kafla).

En skv. orðum Jesú eru þrautirnar ekki til einskis, framundan er upprisan, óafturkræfur fögnuður, fullkominn fögnuður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.