Óbadía

Óbadía er sár og reiður. Edómitar notfærðu sér varnarleysi íbúa Júdeu. Ekki nóg með að þeir létu hjá líða að koma til aðstoðar, þeir mættu á staðinn og rændu því sem eftir stóð. Sýn Óbadía fordæmir siðleysið, minnir á að jafnvel í stríði milli þjóða þurfi að gilda ákveðnar reglur. Þannig sé herfang ekki meira en sigurvegarinn þarfnast, það sé skylda sigurvegarans að eftirláta eitthvað til viðurværis þess sigraða.

Óbadía sakar Edómíta um að hafa ekki virt þessar reglur og fullyrðir að “eins og þú breytir við aðra, þannig verður breytt við þig.” Þeir sem eru siðlausir í átökum munu á endanum líða undir lok, en þeir sem brotið hefur verið á munu rísa upp.

Og Guð í öllu þessu, já, Guð er með þeim sem eru kúgaðir og beittir órétti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.