1. Mósebók 11. kafli

Sagan um turninn í Babel er sagan um tilraun mankyns til að taka sæti Guðs. Þannig lærði ég hana alla vega í sunnudagaskóla. Þegar ég les hana í dag, þá les ég um menn sem ætla að byggja sér minnismerki til að verða frægir eins og stendur í íslensku þýðingunni, eða “make a name for ourselves” í NRSV. Ísland á síðasta tug tuttugustu aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu og fyrstu var fullt af svona fólki. Í umræðunum um Orkuveitu Reykjavíkur er nærtækt að benda á Perluna eða aðalstöðvarnar upp á Höfða. Mér er minnistætt þegar ég vann í Grensáskirkju. Ágætur prestur settist niður með okkur í kaffi og spurði hvort við hefðum heimsótt nýju aðalstöðvar Orkuveitunnar. Við sem sátum við borðið sögðum öll nei og þá bætti presturinn við. “Í gamla daga byggðu menn bara svona hús fyrir Guð, núna eru þau byggð fyrir Alfreð. Nýju kirkjunnar eru hins vegar flestar bara kofar.”

Sagan um Babel er saga um sjálfhverfuna, saga um þegar sjálfhverfum mönnum tekst að hrífa með sér fjöldann, í leit að persónulegri fullnægju. Kannski er besta leiðin að rugla tungumálunum, til að koma í veg fyrir að illa fari.

Næsta ættartalan endar með því að hópur fólks heldur af stað frá borginni Úr við Persaflóa áleiðis til borgarinnar Harran. Það er vert að nefna að þrátt fyrir að Guð hafi ákveðið að ævidagar mannsins væri ekki meiri en 120 ár í 6. kafla, fyrir flóð, þá verður fólkið í þessari ættartölu mun eldra, enda er þetta ekki eitthvert “freaking” reikningsdæmi.

One thought on “1. Mósebók 11. kafli”

  1. Ég finn svona vísi af trúvörn í þessu hjá þér. Ef þú ert að reyna að finna einhverjar göfugar hvatir hjá guði í þessari sögu, þá sé ég ekkert í textanum um það. Hann virðist frekar vera hræddur við að fólkið verði of voldugt.

    Ég man að í einhverri barnabiblíu sem ég las einhvern tímann var einmitt komið með einhverja fáránlega skýringu sem átti ekkert skylt við söguna sjálfa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.