1. Mósebók 14. kafli

Við lesum hér um átök milli mismunandi ættflokka við botn Miðjarðarhafs. Við lærum að borgirnar Sódóma og Gómorra hafi verið rændar og íbúar hnepptir í þrældóm, m.a. Lot frændi Abram. Þegar Abram heyrir tíðindin safnar hann liði og ræðst að sigurvegurunum að næturþeli, bjargar Lot og endurheimtir eigur fólksins (konungana sem töpuðu orustunni í upphafi).

Í þessum kafla er blessun Melkísedek konungs í Salem það sem er mikilvægast að staldra við. Svo virðist sem ritstjórar 1. Mósebókar láti El Elyon og Jahve mætast og verða eitt. Blessun Hins hæsta Guðs (El Elyon) er veitt Abram sem áður í 12. kafla hafði fengið blessun Drottins (Jahve). Þegar svo Abram, gefur konunginum í Sódómu aftur herfang sitt, leggur hann El Elyon og Jahve að jöfnu er hann segir: “Ég sver þess eið við Drottin, Hin hæsta Guð, skapara himins og jarðar, …”

Þegar við lesum áfram í textum Gamla testamentisins, þá sjáum við væntanlega fljótt að þrátt fyrir þennan skilning Abrams, þá rekumst við enn á texta þar sem El Elyon og Jahve virðast standa fyrir mismunandi Guðsmyndir.

One thought on “1. Mósebók 14. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.