1. Mósebók 44. kafli

Jósef plottar á þann veg að Benjamín verði eftir hjá honum í Egyptalandi, en hinir bræðurnir haldi heim á leið. Í því skini lætur Jósef planta silfurbikar í sekk Benjamíns og þegar hann finnst þar, gerir Jósef kröfu um að Benjamín verði skilinn eftir sem þræll sinn.

Júda heldur uppi vörnum fyrir Benjamín og býðst til að taka á sig sektina, enda myndi það ganga frá föður sínum ef Benjamín snéri ekki aftur.

Ég hef ekki nefnt það sérstaklega fyrr að í sögunni af Jósef og bræðrum hans er hlutverk El eða Jahve, guðs eða Guðs, mjög takmarkað. Í þessum kafla er Guð ekki nefndur og í fyrri köflum eru guðsmyndir einvörðungu notaðar til að útskýra velgengni Jósef, en hann naut blessunar Guðs og sem útskýringu bræðranna á því sem þeir skyldu ekki, eins og til dæmis silfurpeningunum sem fundust í kornsekkjunum. Í raun má segja að línan á milli Jósefs og Guðs í köflunum hér á undan sé fremur óskýr, alla vega þegar kemur að upplifun bræðranna.