1. Mósebók 48. kafli

Hér er enn ein sagan af uppáhaldsbarna-þema 1. Mósebókar, sem reyndar einhver gæti túlkað sem þemað um hverfugleika feðraveldisins. En sögurnar um uppáhaldsbarnið eru oft í og með sögur um að hefðir feðraveldisins og hefðbundna stöðu frumburðarins eru brotnar.

Að þessu sinni veitir Jakob yngri syni Jósef blessun með hægri hönd, en frumburðinum blessun með vinstri hönd. Jósef veitir þessu athygli enda hefur er allt líf hans markað af “uppáhaldsþemanu” og reynir að leiðrétta gjörðir föður síns. Jósef segir einfaldlega við föður sinn: “Þetta er rangt.” En Jakobi verður ekki haggað, honum finnst augljóslega meira spunnið í yngri soninn.