Galatabréfið 3. kafli

Við eigum ekki trúna á Krist vegna þess að við höfum staðið okkur svo vel, vegna þess að við höfum gert góða hluti. Trúin á Krist byggir ekki á því að við séum góð, hvað þá að við séum betri en aðrir.

Við erum öll mistæk, við getum ekki haldið lögmálið til fulls. Lögmálið dæmir okkur og minnir okkur á hver við erum, kallar okkur til auðmýktar og sjálfskoðunar, en það frelsar okkur ekki. Aðeins traust til Guðs, traust á kraft Jesú Krists gefur frelsi. Frelsi sem felst í því að vita að við þurfum ekki að gera eitt né neitt til að vera fullkominn og frábær. Við erum hluti af niðjum Guðs.

Með því að trúa á Krist Jesú eruð þið öll Guðs börn. Þið öll, sem eruð skírð til samfélags við Krist, hafið íklæðst Kristi. Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú. Ef þið eruð í samfélagi við Krist þá eruð þið niðjar Abrahams og erfið það sem honum var heitið.