Jeremía 12. kafli

Hvers vegna njóta ranglátir velgengni, af hverju lifa svikarar óhultir?

Jeremía er hótað lífláti vegna prédikunar sinnar og snýr sér því að Guð. Af hverju er lífið ekki gott og einfalt hjá þeim sem treystir Guði, meðan illmenni fá að njóta alls þess besta?

Við sjáum í 12. kaflanum þekkt orð sem koma fyrir í sálmi 139.

Drottinn, þú þekkir mig og sérð mig,

þú hefur rannsakað hjarta mitt.

Áminning um það sem ég missti af í 1. kafla Jeremía. Að annað tveggja er Jeremía skrifað undir áhrifum sálmaskáldsins sem skrifaði sálm 139 eða öfugt.

Kaflinn er krafa um að standa upp, snúa við, sætta sig ekki við ástandið, fljóta ekki að feigðarósi. Vissulega er þjóðin hrunin, einhverjir hafa verið fluttir á brott, en það er enn hægt að vona á framtíðina, en þó aðeins ef við snúum við.