Jeremía 46. kafli

Jeremía spáir Egyptalandi mikilli eymd. Í tveimur ljóðabálkum spáir hann Egyptalandi tapi í orustum gegn Babýloníukonungi. Vissulega verði þó landið byggt upp á ný, en ekki fyrr en eftir svívirðingar.

Ísraelsþjóðin mun fá uppreisn æru. Jeremía talar fyrir munn Drottins og segir:

En þú, þjónn minn, Jakob, óttast ekki,
lát ekki hugfallast, Ísrael,
því að ég bjarga þér frá fjarlægu landi
og niðjum þínum úr útlegð.
Jakob mun snúa heim og njóta næðis,
hann mun búa þar óhultur
og enginn mun ógna honum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.