Barúksbók 3. kafli

Barúk heldur ákalli sínu áfram. Hann biður Guð um að líta framhjá syndum feðranna. Lausnin felst ekki í mætti okkar mannanna,

Minnstu heldur máttar þíns og nafns þíns á þessari stundu. Því að þú ert Drottinn Guð og vér skulum syngja þér lof, Drottinn.

Spekin kemur hér fyrir í fyrsta skipti í yfirferð minni yfir kafla Biblíunnar. Spekin í skrifum Barúk vísa þó ekki nauðsynlega til spekinnar sem við sjáum í spekiritum Biblíunnar. Þeirrar speki (sophia) sem vísar til Guðs í fjarlægð, til deisma, án nálægðar við fólk sitt.

Spekin í texta Barúk er vísun til Torah, til lögmálsins sem Jahve gaf þjóð sinni, eins og sjá má í fyrsta fjórða kafla Barúksbókar. Spekin í skrifum Barúk er gjöf Guðs til þjóðar sinnar, en ekki uppgötvanleg í gangi himintunglanna eða innskrifuð í hjörtu mannanna.

One thought on “Barúksbók 3. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.