Bréf Jeremía

I 29. kafla Jeremía kemur fram að um sé að ræða bréf

sem Jeremía spámaður sendi frá Jerúsalem til þeirra sem eftir voru af öldungum útlaganna, til prestanna, spámannanna og alls fólksins sem Nebúkadnesar hafði flutt í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar.

Það er þó ekki eina bréf Jeremía til fólksins í útlegð, því að eitt apókrýfuritanna er einnig sagt vera bréf frá Jeremía til

fanga sem Babýloníukonungur lét flytja í útlegð í Babýlon.

Í Bréfi Jeremía, varar hann Ísraelsmenn í útlegð við að tilbiðja skurðgoð Babýloníumanna og fylgja manngerðum trúarsetningum og -hefðum. Ádeila Jeremía er að sjálfsögðu jafngild í dag og hún var þá.

Það að færa goðunum fórn er líkt og að gefa dauðum mönnum gjöf. Það sem goðunum er fært að fórn nota prestar þeirra sjálfir. Þeir selja sumt til eigin ábata og annað salta konur þeirra niður. Þær miðla hvorki sjúkum né fátækum neinu.

Þannig eru bréfin tvö fremur ólík. Í Jeremía 29 er lögð áhersla á vonina, þátttöku í daglegu lífi Babýloníuborgar.

Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. Takið sonum yðar konur og giftið dætur yðar svo að þær eignist syni og dætur og yður fjölgi þarna en fækki ekki. Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til. Biðjið Drottin fyrir henni því að hennar heill er yðar heill.

Meðan að í Bréfi Jeremía er varað við að taka þátt í trúarlífi borgarbúa. Bæði bréfin gera þó ráð fyrir að herleiðingin muni standa lengi yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.