Hebreabréfið 2. kafli

Við sjáum strax að höfundur Hebreabréfsins er vel að sér í ritningunni. Hún/hann vísar í Davíðssálm 8, og tengir sköpunarsálminn ekki við allt mannkyn heldur við persónu sonarins, sem kom, deildi með okkur kjörum og þjáðist.

Hins vegar var dauði sonarins ekki til einskis.

Fyrir Guðs náð skyldu allir hljóta blessun af dauða hans.

Höfundurinn leggur jafnframt áherslu á að Guðssonurinn varð að fullu manneskja, deildi öllum kjörum og gerði að engu mátt dauðans, með sínum eigin dauða.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.