Hebreabréfið 11. kafli

Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.

Trúarhugtakið er viðfang 11. kaflans. Trúin er hreyfiafl skv. textanum. Trúin er fullvissa um von og sannfæring um hið hulda, en ekki bara það. Trúin kallar okkur til aðgerða. Vonin sem felst í trúnni og kallar okkur til aðgerða, en leiðir ekki endilega til þess að allt fari á okkar veg.

Það er skýrt í textanum að

[a]llir þessir menn dóu í trú án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni.

Upptalning á trúföstum og dánum einstaklingum ýjar að því að e.t.v. sé lengra í endurkomu Krists en hinir fyrstu kristnu héldu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.