Hebreabréfið 13. kafli

Drottinn er minn hjálpari,
eigi mun ég óttast.
Hvað geta mennirnir gert mér?

Enn er komið inn á mögulegar ofsóknir og erfiðleika koma fram í lokakaflanum á bréfinu. Hér gerir höfundur bréfsins örlitla grein fyrir sér. Lokakaflinn virðist skrifaður af einum höfundi, sem virðist hafa dvalið áður með viðtakendum bréfsins og vonast til að koma aftur síðar. Það virðist sem að höfundurinn dvelji á Ítalíu skv. lokakveðjunni.

Áherslan er líkt og áður á hlýðni við leiðtoga safnaðarins og ekki síður að samkunduhús gyðinga séu vart lengur vettvangur fyrir söfnuðinn.

Hreinlífi, lausn frá fégræðgi og hjálpsemi eiga að einkenna þá trúuðu að ógleymdri gestrisninni, eins og segir svo fallega í texta bréfsins.

Gleymið ekki gestrisninni því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita. Minnist bandingjanna sem væruð þið sambandingjar þeirra. Minnist þeirra er illt líða þar eð þið finnið til eins og þeir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.