2. Mósebók 5. kafli

Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur.

Þá finnst Faraó, óskir þeirra bræðra ekkert annað en frekja, enda hafi þörfum Ísraelsmanna verið mætt að mörgu leiti. Það fer enda svo að Faraó ákveður að leggja meiri vinnu á vælarana. Svona 113 lið eigi fátt eitt gott skilið.

Erfiðið á að hvíla þungt á mönnunum svo að þeir hugsi um það en hlusti ekki á lygar.

Þetta rifjar upp sögu sem ég heyrði einu sinni úr félagasamtakageiranum á Íslandi, þegar starfsmaður fór fram á að almennir samningar stéttarfélaga væru virtir þegar kæmi að vinnutíma. Svarið sem formaður félagasamtakana átti að hafa misst út úr sér var eitthvað á þá leið:

Að vinna hjá okkur eru forréttindi sem margir þrá að hafa. Þó við borgum lág laun og gerum ráð fyrir ótakmörkuðum vinnutíma, þá er út í hött að starfsfólk kvarti. Það á að vera þakklátt fyrir að mega vinna fyrir málstaðinn.

En ég sel svo sem þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana og ef svo ólíklega vill til að sagan sé sönn þá hefur þetta væntanlega verið orðað á aðeins smekklegri vegu.

En aftur að þeim bræðrum, Móse og Aroni. Afleiðingar stéttarbaráttu þeirra var sú að vinnan jókst en launin ekki. Skjólstæðingar þeirra bræðra kunnu þeim engar þakkir fyrir vinnu sína, enda hafði engin þeirra óskað eftir því að bátnum væri ruggað.

Móse leit upp til Guðs og vældi.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.