2. Mósebók 9. kafli

Barátta Faraó og Móse heldur áfram. Móse hótar frekari eymd af hendi YHWH ef faraó gefur ekki eftir Ísraelsþjóðina. Textinn byggir á endurtekningum, með tilbrigðum.

  1. Drottinn sendir Móse með orð til Faraó.
  2. Drottinn veldur plágunni.
  3. Sagt er frá viðbrögðum spáprestanna.
  4. Drottinn herðir hjarta faraó og hann neitar að hlusta á Móse og/eða Aron.

Meðan á 2. plágu (8. kafli) og í 7. plágu gefur faraó eftir. Eftir sjöundu plágu kemur jafnvel fram að faraó iðrist. Móse hefur reyndar ekki mikla trú á einlægni faraó í það sinn og segir:

Samt veit ég að enn óttast þú og þjónar þínir ekki Drottin Guð.

Enda kemur í ljós að faraó stendur ekki við orð sín, þegar plágunni líkur.

Það er einnig vert að nefna að í þessum kafla færir Móse, faraó þau skilaboð frá Guði að ástæða þess að Guð afgreiði einfaldlega ekki málið og útrými Egyptum sé neðangreint:

[É]g hef látið þig halda lífi aðeins til þess að þú sæir mátt minn og nafn mitt verði boðað um alla jörðina.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.