2. Mósebók 15. kafli

Textinn um flóttann úr Egyptalandi, Exodus, er fyrst og fremst helgihaldstexti og hafi einhver efast þá er 15. kaflinn sálmur til að flytja í helgihaldinu. Inntak sálmsins er einfalt. Ef Guð er með mér, hver er þá á móti mér. 

Helgihaldið hefst þannig í vonleysi, er drifið áfram af gjörðum Guðs þrátt fyrir hræðslu og ótta þátttakendanna og nær ákveðnu hámarki hér í sálminum í þessum kafla sem lofar Guð sem gengur á undan og gefur kraft.

Í lok helgihaldsins er Mirjam kynnt til sögunnar með nafni. Systir Arons (en ekki nefnt að hún sé systir Móse). Hún leiðir konur í lofgjörð:

Lofsyngið Drottni

því að hann er hátt upp hafinn,

hestum og riddurum

steypti hann í hafið.

Þetta hámark helgihaldsins, uppblásið sjálfstraust og vissa um eigið ágæti í skjóli Guðs, er ekki langvinnt. Í lok kaflans eru Ísraelsmenn byrjaðir að hringja í 113 úr eyðimörkinni og bílstjóri vælubílsins, Móse, þarf að hrópa til Guðs um hjálp.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.