2. Mósebók 33. kafli

YHWH stendur við orð sín um að leiða þau til landsins sem hann hafði áður gefið Abraham, Ísak og Jakobi. En YHWH segir jafnframt að hann muni ekki fylgja fólkinu sínu inn í landið.

Þið skuluð fara til þess lands sem flýtur í mjólk og hunangi. Ég fer ekki sjálfur með ykkur því að þið eruð harðsvíruð þjóð og til þess gæti komið að ég eyddi ykkur á leiðinni.

Enn á ný ákveður Móse að mótmæla ákvörðun YHWH og nær að sannfæra hann um að fylgja þeim áfram. Móse gengur samt lengra og óskar eftir því að sjá auglit Guðs, en YHWH heldur ekki,

því að enginn maður fær séð mig og haldið lífi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.