Daníelsbók 5. kafli

Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt.

Þegar það birtist gagnrýni á Belassar á vegg hallarinnar, getur (eða þorir) engin að lesa þau fyrir konung nema Daníel, sem segir Belassar til syndanna. Viðbrögð Belassar, eru þau að upphefja Daníel, sem þó dugar skammt því Belassar er myrtur fljótlega.

Gagnrýni Daníelsbókar á ofmetnað og sjálfhverfu, græðgi og nautnahyggju þeirra sem erfa völd en eru léttvægir fundnir, er áhugaverð. VIssulega þarf að lesa þetta inn í aðstæður í tengslum við vanvirðingu Antíokkusar á musterinu 167 f. Krist, en um leið má spyrja hvort í þessari gagnrýni á ættarveldi konunga sé innifalin gagnrýni á valdastrúktur musterisins. Það er þó allsendis óvíst að dýptin sé svo mikil í ritinu, eða hvað?

Meira að segja í lýðræðiskerfum samtímans er tilhneiging til að láta ættir og ættartengsl hafa áhrif á hverjir veljast til valda. Hvernig lesum við textann hér í því ljósi?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.