Daníelsbók 9. kafli

Eg hef ekki áður nefnt hlutverk Gabríels í Daníelsbók sem sendiboða Guðs, en hann er nefndur á nokkrum stöðum í ritinu. Í mínum huga er Gabríel nátengdur fæðingarfrásögn Jesú og því gaman að stinga því hér inn, sem ég gleymdi fyrr í skrifunum, að ég hef alltaf verið fremur svag fyrir vitringunum sem Daníel verndaði í öðrum kafla, og hef haft tilhneigingu til að tengja þá við vitringana frá austurlöndum sem vitjuðu jötunnar. Ég ætlaði núna að skrifa flotta athugasemd um hvernig einn af samstofnaguðspjallamönnunum virðist þannig hafa hugrenningatengsl við Daníelsbók, en uppgötvaði að vitringarnir koma aðeins fyrir í Matteusi og engillinn Gabríel er ekki nafngreindur Matteusi, heldur aðeins í Lúkasarguðspjalli.

En aftur að 9. kaflanum. Refsing Guðs fyrir brot á sáttmálanum við gyðingþjóðina er þema þessa kafla. Ritari vísar til þess að Jerúsalem lá í rústum í 70 ár í herleiðingunni skv. spádómi Jeremía, en að þessu sinni verði tíminn skemmri, þó bakslag komi í uppbygginguna. Hér er á ný vísað til eyðileggingar Antíokkusar Epífanesar, en þess vænst að

hin fyrirhugaða tortíming steypist yfir viðurstyggðina.

 

One thought on “Daníelsbók 9. kafli”

  1. Gamla testamentisfræðingur hefur bent á að englar gegna mjög litlu hlutverki í Gamla testamentinu frá sögunni um Jakob í 1. Mósebók og fram í Daníelsbók. Vissulega er það ekki algilt, enda má sjá engla t.d. í Jesaja 6. kafla.

    Hlutverk engla er að öllu jöfnu að mynda fjarlægð milli Guðs og manns, þeir eru sendiboðar, meðalgangarar. Þeir koma fyrir í heimsendatextum (t.d. opinberunarbókinni og 13. kafla Markúsarguðspjalls.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.