3. Mósebók 7. kafli

Ítarlegar lýsingar halda áfram á meðferð fórna og fórnarkjöts. Hér kemur fram að fórnarkjöt þarf að borða innan tveggja daga frá slátrun. Ef kjötið kemst í snertingu við eitthvað sem skilgreint er óhreint, þarf að brenna það.

Kjöt vegna heillafórna er eingöngu ætlað prestum, öðrum er óheimilt að borða slíkt kjöt. Ef um er að ræða annars konar fórn mega hreinir (réttlátir) borða af því ásamt prestunum. Textinn útskýrir hvernig kjöti af fórnardýrum skuli skipt milli presta og ítrekar að.

Drottinn hefur boðið Ísraelsmönnum að greiða þeim þetta daginn sem hann smyr þá. Það er ævarandi skyldugreiðsla frá einni kynslóð til annarrar.

En refsingar eru ekki bundnar við fórnargjafir og sektargreiðslur. Hér er tekið fram að einstaklingar sem borða óhreint kjöt, mör eða blóð skulu „upprættir úr þjóð sinni.“

Í minni Biblíutúlkunarhefð er þessi uppræting byggð á því að sýktir einstaklingar skapa samfélaginu hættu og neysla óhreins kjöts, mörs og/eða blóðs er heilsufarsboð. Þeir sem brjóta slík boð eru hættulegir samfélaginu. En ég hef ekki fyrir mér í því svo sem.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.