3. Mósebók 21. kafli

Það er hægt að sjá þróun í 3. Mósebók, reglurnar verða strangari, áherslan á aðgreiningu eykst. Krafan um „fullkomnun“ magnast. Nú eru líkamlýti illa séð, það er ekki lengur rými fyrir blinda, halta, þá sem hafa klofna vör, kramin eistu eða krypplinga.

Reyndar mega þeir teljast til prestahópsins, en ekki koma fram fyrir altarið. Þetta minnir helst á þegar nokkrir KSS-ingar ákváðu fyrir rúmum 20 árum að einungis fallega fólkið ætti að birtast á myndum í Okkar á milli – Kristilegu skólablaði. Allt á nefnilega að líta svo „vel“ út. Ekkert má varpa skugga á glansmyndina, færa skömm yfir prestana og samfundatjaldið.

Eins og spámennirnir benda á síðar. Áherslan á fjarska fallegt helgihald og fullkomið útlit og atferli er hjóm í augum Drottins, en höfundar 3. Mósebókar virðast ekki allir á sama máli.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.