3. Mósebók 23. kafli

Upptalning á hátíðum í þessum kafla er áhugaverð fyrir þær sakir að áherslan er á hvíldina, en ekki innihald hátíðanna. Þannig er ekki útskýrt hvers vegna haldnir eru páskar og hátíð hinna ósýrðu brauða, heldur eingöngu að á þeim dögum skuli ekki vinna og halda samkomur. 

Eina vísunin til sögunnar er í tengslum við laufskálahátíðina.

Þið skuluð búa í laufskálum sjö daga. Allir innbornir menn í Ísrael skulu búa í laufskálum svo að niðjar ykkar fái að vita að ég lét ykkur búa í laufskálum þegar ég leiddi ykkur út úr Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.

Þannig hljóma þessar hátíðir fremur eins og um sé að ræða hátíðir hóps sem byggir á hefðum landbúnaðarsamfélagsins með fasta búsetu, en að um sé að ræða það síbreytilega samfélag sem sameinast helst um sameiginlega sögu og menningararf og við mætum víða annars staðar í Mósebókunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.