Jesaja 10. kafli

Guð Jesaja er Guð alsherjar, ekki einvörðungu guð hebrea, útvöldu þjóðarinnar, heldur Guð allra þjóða. Sá Guð sem stjórnar öllu. Það eru ekki bara þau sem tilheyra hinum útvöldu sem hafa brugðist Guði.

Konungur Assýríu lætur ekki duga að taka herfang, ræna og traðka niður fólk.

En þetta er ekki það sem hann ætlar sér,
hann hyggur ekki á þetta.
Hann hefur aðeins eyðingu í huga,
að afmá fjölmargar þjóðir.

Hann skilur eftir sig eyðingu, markmiðið virðist það eitt að skemma sem mest, eins og illmenni í Batmanmynd. Hrokinn og ofurtrú Assýríukonungs á eigin ágæti mun verða honum að falli, enda er það Guð einn sem öllu ræður í raun.

Á þeim degi verður byrði hans létt af herðum þínum
og oki hans af hálsi þínum
því að okið brestur undan ofurfitu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.