Jesaja 40. kafli

Eftir áþján og ógn í valdatíð Hiskía konungs, er komið að rólegri tíð. Ógn frá Assýríukonungi er ekki lengur til staðar. Hiskía er í góðum tengslum við nýjasta stórveldið, Babýlóníu. Skrifum Jesaja Amotssonar (proto Jesaja) er lokið. Það sem nú fylgir eru skrif sem oftast eru kennd við Deutoro Jesaja, skrif sem eiga uppruna sinn í útlegðinni til Babýlóníu sem Jesaja spáði um í 39. kaflanum. 

Markmið textans hér er að telja kjark í þjóð í útlegð. Þrátt fyrir að grasið visni og blómin fölni, þá varir Guðs orð að eilífu (sbr. vers 7-8).

Veistu ekki eða hefur þú ekki heyrt
að Drottinn er eilífur Guð
sem skapaði endimörk jarðar?
Hann þreytist ekki, hann lýist ekki,
viska hans er órannsakanleg.
Hann veitir kraft hinum þreytta
og þróttlausum eykur hann mátt.
Ungir menn þreytast og lýjast,
æskumenn hnjóta og falla
en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,
þeir hlaupa og lýjast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.