Jesaja 44. kafli

Í síðustu köflum og þessum hér er talað um þjón Guðs. Þjónsmyndin úr deutoro Jesaja er iðulega skilinn af kristnum kirkjum og einstaklingum sem vísun til Jesú Krists. Það er hins vegar augljóst af textanum hér í þessum köflum að Jakob, þjónn Guðs er Ísraelsþjóðin sem heild. 

Guð Ísraels er Guð allra manna og

Svo segir Drottinn, konungur Ísraels,
lausnarinn, Drottinn allsherjar:
Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti.
Enginn Guð er nema ég.

Eldri textar í GT gera ráð fyrir fjölbreyttum guðum, þar sem YHWH er mestur guða, sá Guð sem hefur valið sér Ísraelsþjóðina, meðan aðrir guðir fylgja öðrum þjóðum. En hér eru skilaboðin skýr. „Enginn Guð er nema ég.“ Þannig sjáum við ákveðna þróun í guðshugmyndum, sem hægt er að nota til að átta sig á aldri og uppruna mismunandi rita Gamla testamentisins.

Þessi eingyðishugmynd sem við munum væntanlega sjá kynnta víðar og í öðrum textum Gamla testamentisins, gerir Ísraelsþjóðina ekki einvörðungu sérstaka í augum YHWH, heldur gerir Ísraelsþjóðina einstaka á heimsvísu. Hún er eina þjóðin sem hefur alvöru Guð. Aðrir guðir eru ekki lélegri, eins og gengið er út frá í eldri textum, nei, aðrir guðir eru plat, búnir til af mönnum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.