Jesaja 45. kafli

Konungur Babýlón, Kýrus, er undir verndarhendi YHWH, sem útskýrir velsæld hans. Það er fyrir Guð að hann er jafn valdamikill og raun ber vitni samkvæmt þessum texta. Það er aðeins Guð sem getur veitt velsæld.

Vegna Jakobs, þjóns míns,
og Ísraels, míns útvalda,
kallaði ég þig með nafni,
gaf þér sæmdarheiti
þótt þú þekktir mig ekki.
Ég er Drottinn og enginn annar,
enginn er Guð nema ég.
Ég bjó þig hertygjum
þótt þú þekktir mig ekki…

Jafnvel Kýrus sem þekkir ekki nafn Guðs, er undir Guð seldur. Guð Ísraels er nefnilega upphaf og endir allra hluta. Guðsmyndin sem við sjáum hér, almáttugur skapari sem mótar allt, Guð réttlætis sem allt hefur gert,…

Ég gerði jörðina og skapaði mennina á henni,
ég þandi út himininn með eigin höndum
og ég stýri öllum hans her.
Ég vakti hann  í réttlæti
og geri brautir hans beinar.
Hann mun endurreisa borg mína
og láta útlaga mína lausa
án lausnargjalds eða gjafa,
segir Drottinn allsherjar.

Sá Guð sem öllu ræður lofar Ísraelsþjóðinni að Kýrus muni láta hana lausa, muni hleypa þeim aftur í fyrirheitna landið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.