Jesaja 61. kafli

Andi Drottins er yfir mér
því að Drottinn hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
til að græða þá sem hafa sundurmarin hjörtu,
boða föngum lausn
og fjötruðum frelsi,…

Ólíkt hinum Jesaja-unum þá er ekki alveg ljóst, til hvers eða hverra þriðji Jesaja er að vísa. Við þekkjum ekki vel, hvort væntingarnar voru til sögulegrar persónu sem þriðji Jesaja þekkti. Hvort sem svo var þá er ljóst að textinn er núna, alla vega í hugum kristinna manna, um Jesú. Ekki einvörðungu vegna okkar eigin túlkunar heldur Jesú sjálfs.

Jesús heldur fram því ómögulega í 4. kafla Lúkasarguðspjalls. Ég er sá sem þriðji Jesaja talar um. Ég er Ísraelsþjóðin sem stendur með fátækum, föngum og fjötruðum. Ég er komin til að gefa undirokuðum von.

Þegar Jesús notar þessi orð um sjálfan sig, þá endurskilgreinir hann Spádómsbók Jesaja, hann yfirtekur vangavelturnar um hver Lýðandi þjónninn er. Hann opnar fyrir lýsingar á vitringunum sem færðu honum gull og reykelsi í jötunni (sbr. 60. kaflann).

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.