Jesaja 63. kafli

Lesturinn hefst á því sem oftast er talið samtal spámannsins og Guðs, þar sem spámaðurinn varpar fram spurningum og Guð svarar. Hins vegar má eins vera að ég samtalsins sé Ísraelsþjóðin sem hefur hjálpræðið og hefur mátt þola mótlæti og þurft að standa hjálparlaus. 

Ef við skiljum fyrstu persónu samtalsins sem Ísraelsþjóðina en ekki Guð, þá verður framhaldið í textanum enda skiljanlegra.

Ég vil minnast velgjörða Drottins,
syngja Drottni lof fyrir allt
sem hann gerði fyrir oss,

Textinn varpar ljósi á sögu þjóðarinnar, hvernig það er Guð sjálfur sem greip ítrekað inn í atburðarrásina og leiddi þjóð sína áfram. Lok kaflans dregur saman núverandi ástand.

Hvers vegna léstu oss villast
af vegi þínum Drottinn,
og hertir hjarta vort
svo að vér óttuðumst þig ekki?
Snúðu aftur vegna þjóna þinna,
vegna ættbálkanna sem eru arfleifð þín.
Hvers vegna gátu guðleysingjar gengið inn í helgidóm þinn,
fjandmenn vorir fótum troðið helgistað þinn?
Vér erum orðnir eins og þeir
sem þú hefur aldrei ríkt yfir
og aldrei voru kenndir við nafn þitt.

Allt er Guðs, ekkert gerist nema fyrir Guð er eitt af guðfræðistefjum Gamla Testamentisins. Þannig leitast Ísraelsþjóðin við að gera Guð ábyrgan fyrir eigin misgjörðum, líkt og Adam benti á Evu og Eva á höggorminn.

One thought on “Jesaja 63. kafli”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.