Nokkrar greinar um ráðningarferli

Síðustu vikur hef ég verið að skoða nokkra fleti á ráðningarmálum presta í íslensku þjóðkirkjunni og datt í hug að taka saman vísanir á þá hér.

7 thoughts on “Nokkrar greinar um ráðningarferli”

  1. Mér finnst áhugavert að hvergi þarna er minnst á að gerðar séu kröfur um að umsækjandinn sé “sanntrúaður”.

  2. Nei, sú krafa er ekki gerð í ferlinu. Hins vegar felst í vígslu presta samningur um að „prédika orð Guðs hreint og ómengað…“ ásamt því að „rannsaka ritingarnar og íhuga lærdóm trúar vorrar í bæn og auðmýkt…“

    Með öðrum orðum, krafan felst ekki í trú umsækandans, heldur að hann sinni verkefninu sem honum er falið af trúmennsku.

  3. Reyndar stendur í innri samþykktum Þjóðkirkjunnar að biskup geti rekið prest ef hann ” hefur opinberlega hafnað játningum evangelísk-lúterskar kirkju”. Þannig að röng trú prests getur kostað hann starfið, en það er sem sagt ekki gert neitt í því að umsækjandi sem í raun hafnar játningunum fái starfið? Er þá bara ætlast til að hann haldi kjafti eða ljúgi til um trú sína?

  4. Vígslan gerir kröfu um að prestur prédiki orð Guðs hreint og ómengað. Það að hafna játningum kirkjunnar opinberlega er augljóslega brot á því.

    Það er enginn sem fer fram á að einn né neinn ljúgi einu né neinu. Trúarlíf einstaklinga er að öllu jöfnu meira fljótandi en svo að við trúum alltaf öllu á sama hátt og höfum aldrei efasemdir um eitt né neitt. Þess vegna snýst krafan í tengslum við vígslu presta um að þeir boði ekkert sem gengur í bága við trúarkenningu kirkjunnar, og ef að þeir geri það megi segja þeim upp störfum.

    Hvort að prestar eigi í innri baráttu í eigin trúarlífi er hins vegar ekki mælt af neinum og ekki hlutverk kirkjunnar að taka afstöðu til þess.

    Hlutverk prestsins er þannig að prédika hvað kirkjan kennir og segir. Hvað honum finnst persónulega á ekki endilega heima í prédikunarstólnum, sér í lagi ef það gengur gegn opinberri kennslu kirkjunnar.

    Ekki frekar enn að kassastarfsmaður í Bónus hafi nokkuð með það að gera að benda viðskiptavinunum á að versla frekar í Krónunni, svo ég taki lélegt dæmi en lýsandi.

  5. Ef prestur trúir ekki því sem kirkjan játar opinberlega, en fullyrðir í predikun að það sé satt, er hann þá ekki að tala gegn betri vitund?

    Ég held að tal um “innri baráttu” og “efasemdir” sé ekki beint það sem ég er að hugsa um. Gefum okkur bara að í þessum tilvikum sé viðkomandi aðili ekki að “berjast” neitt, hann bara trúir einhverju sem er þvert á játningar Þjóðkirkjunnar, t.d. hafnar algerlega eilífum helvítiskvölum eða þá meyfæðingunni.

    Eða svo ég komi með annað dæmi: Ef ég myndi sækja um starf sem prestur, þá væri það augljóst að ég tryði varla nokkurri fullyrðingu í játningum Þjóðkirkjunnar Samt væri ekki hægt að hafna mér á þeim grundvelli að ég væri ekki sanntrúaður? Ef ég myndi svo fá starfið, þá myndi augljóslega fylgja sú krafa að ég mætti ekki segja heiðarlega, opinberlega frá trúarskoðunum mínum. Ég þyrfti að þegja, ljúga eða verða rekinn, er það ekki?

  6. Prestur sem trúir ekki á meyfæðinguna, getur hæglega fjallað um meyfæðinguna í prédikun án þess að brjóta gegn kenningu kirkjunnar eða eigin sannfæringu. Til dæmis með því að segja að kirkjan hafi kennt um aldir að María hafi ekki verið við karlmann kennd fyrir fæðingu Jesú, og rætt um hvers vegna þessi kenning hafi verið mikilvæg og/eða sé mikilvæg fyrir kirkjuna.

    Ég geri ráð fyrir að þú myndir aldrei gangast við orðunum í vígsluathöfninni. En þú þyrftir að eiga það við eigin samvisku. Ef þér þætti í lagi að gangast við orðunum í vígsluathöfninni og lofa að boða kenningar kirkjunnar, þá sé ég ekki vandamálið.

  7. Já, villutrúar-prestur getur auðvitað sagt “Í játningum Þjóðkirkjunnar er meyfæðingin boðuð”. En hann getur ekki sagt “Jesús var fæddur af mey.”, nema honum finnist í lagi að ljúga. Er ekki ætlast til þess að presturinn reyni að boða fólki þessar trúarkenningar, en segi ekki bara frá þeim, svona eins og í háskólafyrirlestri?

    >Ef þér þætti í lagi að gangast við orðunum í vígsluathöfninni og lofa að boða kenningar kirkjunnar, þá sé ég ekki vandamálið.

    Já, en ég þyrfti þá að hætta að tjá mig um trúmál. Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir því að það er svo erfitt að fá presta til þess að tjá sig um trúmál, þeir eru hræddir um að missa vinnuna?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.