4. Mósebók 16. kafli

Þeir söfnuðust saman gegn Móse og Aroni og sögðu við þá: „Þið ætlið ykkur um of því að allur söfnuðurinn er heilagur og Drottinn er mitt á meðal hans. Hvers vegna hefjið þið sjálfa ykkur yfir söfnuð Drottins?“

Enn á ný mættu Móse og Aron andstöðu.Gagnrýnendurnir voru levítar og fyrstu viðbrögð Móse voru að minna þá á stöðuna sem þeir höfðu hjá Ísraelsþjóðinni, ásaka þá um tilraun til valdaráns og að því loknu leitaði hann til Guðs. Fyrstu viðbrögð Guðs voru að útrýma Ísraelsþjóðinni. Móse biður hann um að miskunna sig yfir þjóðina og láta refsinguna bitna einvörðungu á þeim sem gagnrýndu þá bræður.

Guð sannfærðist og lét jörðina opna gin sitt og gleypa tjöld andstæðinganna

svo að þeir fari lifandi niður til heljar, …

Það vekur athygli mína að hugtakið hel er notað, enda skapar það sterk hugrenningatengsl við tvíhyggju, gott og illt, staðinn þar sem vondir munu þjást eftir dauðann. Hebreska hugtakið Sheol, sem hér er þýtt sem hel, er hins vegar ekki helvíti, heldur mun almennara hugtak sem vísar til staðarins þar sem allir dauðir dvelja, óháð hegðun, trú, lífsmynstri og skoðunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.