4. Mósebók 24. kafli

Eftir að Balak reynir ítrekað að ná sambandi við Guð í gegnum Bíleam og fá blessun Ísraelsmanna aflétt, þá fer svo að Bíleam flytur blessunaróð frá Guði um Ísraelsmenn í þriðja sinn og spáir því að Ísraelsþjóðin muni ná öllum völdum á svæðinu.

Balak mislíkaði skiljanlega svo Bíleam hélt heim á leið og Balak fór einnig leiðar sinnar.

4. Mósebók 23. kafli

Innihald skilaboða Guðs til Balak í gegnum Bíleam eru skýr. Drottinn hefur lofað að standa með Ísraelsþjóðinni.

Guð er ekki maður sem lýgur,
ekki sonur manns sem skiptir um skoðun.
Boðar hann eitthvað án þess að framkvæma það?
Heitir hann einhverju án þess að efna það?
Ég tók að mér að blessa,
því blessa ég og tek það ekki aftur.

Balak gefst samt ekki upp en setur upp altari á hverjum helgum staðnum á fætur öðrum til að fá Drottinn til að standa með sér.

4. Mósebók 22. kafli

Frásagan af Bíleam og talandi asnanum sem reynir að fá Bílaem ofan af því að slást í för með Balak Sippórssyni gegn Ísraelsþjóðinni er áhugaverð, en ekki endilega fyrir það sem bókstafstrúarfólk staldrar við (þ.e. asna sem sendiboða Guðs) heldur vegna þess að Bíleam er í beinum samskiptum við Guð, eitthvað sem við vitum að t.d. Aron átti aldrei í. Continue reading 4. Mósebók 22. kafli

4. Mósebók 21. kafli

Vælið hélt áfram og þrátt fyrir að einhverjir ættbálkar töpuðu fyrir Ísraelsþjóðinni í eyðimörkinni, þá kvartaði fólkið yfir stöðu sinni. Að þessu sinni var Guð sagður bregðast við með að senda eitraða höggorma inn í tjaldbúðina til að þagga niður í kvartinu. Continue reading 4. Mósebók 21. kafli

4. Mósebók 20. kafli

Ísraelsþjóðin ráfa um eyðimörkina, bæði Mirjam og Aron deyja án þess að komast til fyrirheitna landsins, þjóðin kvartar og í kaflanum er sagt frá því að Guð bregðist við væli þeirra með því að gefa þeim vatn úr kletti. Ísraelsþjóðin óskar eftir því að fá að fara í gegnum land Edómíta, en fá ítrekað neitun. Continue reading 4. Mósebók 20. kafli

4. Mósebók 19. kafli

Þessi kafli hefst á uppskrift að syndahreinsunarvatni og að því loknu eru ítarlegar reglur um meðferð líka og vernd gegn smitsjúkdómum. Það er áhugavert hvernig þessar reglur ríma við viðbrögð vesturlandabúa við ebólufaraldrinum, þó vissulega sé einungis um sjö daga einungrun að ræða en ekki tuttugu og einn dag.  Continue reading 4. Mósebók 19. kafli

4. Mósebók 17. kafli

Ísraelsþjóðin lítur ekki svo á að Guð hafi tekið andstæðinga Móse og Arons af lífi. Það hafi verið verk þeirra bræðra, þannig að í fyrstu dregur ekki úr mótmælum. Guð er sagður senda drepsótt í búðirnar og en Aron og Móse bregðast við með friðþægingarhelgihaldi til að róa Guð.  Continue reading 4. Mósebók 17. kafli

4. Mósebók 15. kafli

En þegar aðkomumaður nýtur verndar meðal ykkar eða einhver, sem hefur dvalið hjá ykkur í marga ættliði, færir Drottni eldfórn sem þekkan ilm skal hann fara eins að og þið. Ein og sömu lög gilda fyrir ykkur og aðkomumann sem nýtur verndar, það er ævarandi lagaákvæði sem gildir frá kyni til kyns. Sömu lög og sömu reglur gilda fyrir ykkur og aðkomumann sem nýtur verndar hjá ykkur.

Continue reading 4. Mósebók 15. kafli

4. Mósebók 14. kafli

Breytingastjórnun er tískuhugtak, í kirkjunni í BNA er talað um transformational ministry. Þetta er sérsviðið mitt og áður en ég tók tvær meistaragráður með áherslu á þessi mikilvægu fræðum, hafði ég upplifað að standa frammi fyrir söfnuði sem grét þær breytingar sem framundan voru, líkt og Aron og Móses. Það var kannski grátur kvenfélagskvennanna og hótanir og kvein unglinganna í æskulýðsstarfinu sem kallaði mig í frekara nám. Continue reading 4. Mósebók 14. kafli

4. Mósebók 10. kafli

Fyrir rúmum 20 árum var ég starfsmaður á almennu kristilegu móti í Vatnaskógi. Á þeim tíma vann sumarstarfsfólk í Vatnaskógi fjórar vikur í röð í júní og sá síðan um ýmis praktísk mál helgina sem almenna mótið var haldið áður en farið var í viku frí. Oftar en ekki vorum við dauðþreytt eftir 28 daga úthald þegar almennu mótin hófust, sem á stundum leiddi til mistaka og árekstra.  Continue reading 4. Mósebók 10. kafli

4. Mósebók 8. kafli

Þegar ég var vígður til djáknaþjónustu hjá Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum af þáverandi biskup Íslands var ég 24 ára gamall. Ég var um tíma yngsti vígði þjónn þjóðkirkjunnar en ég vissi þó sem var að yngri prestar hefði fengið vígslu í einhverjum tilvikum, þó enginn væri yngri en ég á þessum tíma. Continue reading 4. Mósebók 8. kafli

4. Mósebók 6. kafli

Það er ekki óvenjulegt að einstaklingar kjósi að draga sig út úr daglegri rútínu um lengri eða skemmri tíma, hvort sem er til íhugunar eða ævintýra. Hér í 4. Mósebók eru skilgreindar reglur fyrir einstaklinga sem kjósa að draga sig til hliðar, svokallaðir nasírear. Einhver gæti jafnvel freistast til að tengja nasíreahugtakið við borgina Nasaret, og sjá fyrir sér Jesú sem nasírea.  Continue reading 4. Mósebók 6. kafli

4. Mósebók 5. kafli

Hættan af smitsjúkdómum er í forgrunni hér í upphafi 5. kaflans. Þeir sem eru holdsveikir, hafa útferð eða hafa snert lík, geta ekki búið í tjaldbúðinni. Á tímum ebólufaraldurs í Afríku er auðvelt að skilja þessar reglur, þó vissulega geti þær virkað harkalegar og framandi á okkur sem búum við hátæknisjúkrahús og sótthreinsunarklúta. Continue reading 4. Mósebók 5. kafli