Trúvending – Yfir á beinu brautina

Rannsókn Kristjáns Þórs Sigurðssonar á Íslendingum sem hafa tekið islam inniheldur áhugaverða umfjöllun um mótun trúarafstöðu.

Þegar einstaklingar trúvenda til íslam er það oftast á tvenna vegu. Í fyrsta lagi á andlegum, tilfinningalegum forsendum þar sem guðleg nálgun og trúarlegar tilfinningar eru mikilvægustu viðmiðin og svo þar sem nálgunin er rökræn, vitsmunaleg og jafnvel vísindaleg og þar sem reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). reglur (halal/haram) og ritúöl skipta megin máli (394). Það má miða þessar tvær nálganir við tvær stefnur innan íslam, sem eru sufi (siðferðilegt íslam – ,,með hjartanu”) og salafi (hreintrúarstefna – bókstafleg) og er algengt að trúvendingar sveiflist í byrjun á milli þessara póla.  Continue reading Trúvending – Yfir á beinu brautina