Ég trúi…

Ég trúi á þann Guð sem er með. Þann Guð sem er upphaf og endir alls. Þann Guð sem gefur sig allan fyrir aðra. Þann Guð sem gengur á undan, gefur ekki eftir, stendur sannleikans megin jafnvel þegar sannleikurinn særir vinahópinn.

Ég trúi á Guð sem í Jesú Kristi steig óhræddur fram og gagnrýndi þá sem völdin höfðu. Ég trúi á Jesú Krist sem gekk til þeirra sem fundu sig á jaðrinum, ég trúi á Jesú Krist sem kallar mig til að feta í fótspor sín. Ég trúi á Jesú Krist sem gaf sjálfan sig fyrir aðra.

Ég er meðvitaður um syndina og sjálfhverfuna sem lýsir sér m.a. í að skrifa trúarjátninguna MÍNA. Ég er meðvitaður um illskuna sem býr í heiminum sem algóður Guð hefur skapað og glími við hvort frelsið sé illskunnar virði.

Ég trúi á heilagan anda Guðs sem hjálpar mér að sjá brot af Guðsríkinu, því fagra góða og fullkomna allt í kringum mig. Ég er þakklátur anda Guðs að hafa veitt mér innsýn í ríki sitt, bæði í sköpunarverkinu í heild og í gjörðum fólks sem ég hef fengið að mæta. Ég er þakklátur fyrir vonina um Guðsríkið, þakklátur fyrir að hafa mark til að stefna að.

Ég er misánægður með að Guð hafi kallað mig til þjónustu við sig. Ég er ekki viss um að Guð hafi endilega valið vel, hugsa oft að ég hafi hugsanlega misheyrt kallið. En ég leitast eftir að standa mig. Vitandi að þegar mér mistekst þá reisir Guð mig við.

Ég hef séð illskuna og afleiðingar hennar í gjörðum fólks eins og mín sem kallar sig Kristsfólk. En ég hef einnig séð Guð starfa í gegnum þá sem lofa Guð og ákalla. Ég hef séð fegurðina í baráttu trúaðra og trúlausra fyrir réttlæti, en svo sem líka séð sársauka og eymd þar sem hinir sterku kúga í krafti hefðar, vitsmuna, valds og venju.

Fyrst og fremst trúi ég á Guð sem skapar, frelsar, leiðir og elskar. Guð sem fyrirgefur og Guð sem stendur með hinum smáa í baráttunni fyrir réttlæti.

Jóhannesarguðspjall 13. kafli

Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist taka ákveðna stöðu með Kalvín og útvalningarkenningu hans í 13. kaflanum (nú eða þá að Kalvín leiti í 13. kaflann til stuðnings sínum hugmyndum). Öllu og öllum er ákvörðuð stund og hlutverk. Frjáls vilji virðist ekki til í hlutverkum Júdasar, Jesús eða jafnvel Péturs. Höfundur Jóhannesarguðspjalls virðist sjá atburðarásina sem fyrirfram skrifað handrit af himnum. Þar sem hann situr og rifjar upp atburðina 50 árum áður, þá virðist allt passa saman. Jesús vissi, Júdas vissi og Pétur hefði átt að vita en var alltaf svolítið seinn. Continue reading Jóhannesarguðspjall 13. kafli

Bækur sem vert er að lesa

Ég er stundum spurður um hvaða bækur ég hef lesið nýlega sem vert er að glugga í. Á næstu vikum og mánuðum hyggst ég birta nokkra bókaumfjallanir hér á vefnum um misspennandi bækur sem ég hef rekist á. En þangað til er e.t.v. vert að benda á nokkrar bækur á sviði starfsháttafræði sem er vert að lesa fyrir áhugafólk og sérfræðinga um kirkjustarf.

Israel Galindo gaf nýlega út bókina “Perspectives on Congregational Leadership: Applying systems thinking for effective leadership” sem tekur á því sama og “The Hidden Lives of Congregations” nema í styttra formi. Ég hef hins vegar ekki gefið mér tíma til að lesa þá bók.

Ministry to shut-ins

Few years ago I wrote an educational material for the church of Iceland, in collaboration with Guðrún Eggertsdóttir and Ragnheiður Sverrisdóttir, about how congregations can structure their ministry to those that are unable to leave their home.

I have always meant to look at the in context of the structure of Stephen Ministries here in the US. And maybe one day I will.

Hver okkar er ekki karl?

Það verður að segjast að það virðist vegið hart í Morgunblaðinu í dag. Spurningin sem hlýtur að vakna við lestur þessarar greinar er, hver okkar þriggja er ekki alvöru karlmaður?
Þegar betur er að gáð sést hins vegar að verið er að ræða um vígslur í tíð Karls, og þá hlýtur önnur spurning að vakna. Hver er hinn? Því ég fæ ekki betur séð en að Jón Jóhannsson sé eini karldjákninn sem hefur fengið vígslu til starfa í þjóðkirkjunni í tíð Karls. En e.t.v. fer ég hér með rangt mál, það væri svo sem ekki í fyrsta sinn.

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.

Hlutverk djáknans

Ég lenti í áhugaverðum samræðum eftir Kirkjusögutíma í morgun. Umræðuefni tímans var bók rómversk-katólsks kardinála um mismundi “kirkjumódel”. Ég tjáði mig mjög ákveðið í tímanum um þjónsmódelið í bókinni og mótmælti fullyrðingu bókarinnar um að þetta ákveðna módel skorti Biblíulega undirstöðu og benti á nokkra grundvallandi texta módelinu til stuðnings. En hvað um það. Að lokinni kennslustund tók ég, kennarinn og ágætur samnemandi minn á tal saman og ég sagði þeim að ég væri vígður djákni í lúthersku kirkjunni og hefði því skoðað grunn þessa módels nokkuð.

Continue reading Hlutverk djáknans