How is the Church?

On the Ezra-Nehemiah scroll, we come across an interesting tension between Ezra 3 and Nehemiah 8. If redaction criticism is used to address the texts, it can be claimed that Nehemiah 7.72b-8.3 is in fact a twist on Ezra 3.1-5.* Both texts describe celebration in the seventh month. The texts start in exactly the same way.

Continue reading How is the Church?

Jesaja 12. kafli

Ríki Guðs mun koma. Jesaja er þess fullviss.

Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins.

Það er skemmtilega sjálfhverft að í lýsingunni á Guðsríkinu í þessum kafla, sé ég Vatnaskóg. Lind hjálpræðisins er í mínum huga bókstaflega í Lindarrjóðri. Þegar ég geng yfir brúna að kapellunni þá er ég í ríki Guðs. Continue reading Jesaja 12. kafli

Jeremía 14. kafli

Æ, herra Drottinn! Spámennirnir segja við þá: Þér munuð ekki sjá sverð og ekkert hungur steðjar að því að ég mun veita yður varanlega heill á þessum stað.

Velmegunarguðfræðingarnir fá að heyra það í orðum Jeremía. Við getum ekki talað okkur út úr vandanum. Guð er með okkur í gegnum erfiðleikanna, en lífið felst ekki í því að lifa á bleiku skýi þar sem allt er alltaf gott. Þurrkar koma, ofbeldið er til staðar, sorgin mun knýja á. Sá sem heldur öðru fram lifir í blekkingu og svíkur þá sem hann leiðbeinir. Svarið sem Jeremía boðar er ekki lausn frá eymd, heldur vonin um nýja framtíð.