Skuldir íslensku bankanna í samhengi

Íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, skulduðu 86 milljarða Bandaríkjadala, 10.085 milljarða króna, er þeir fóru í þrot.

Sagði í frétt Morgunblaðsins 15. september síðastliðin. Svona tölur eru að sjálfsögðu vitagagnslausar og segja fátt, ef ekki er hægt að finna þeim samhengi. En það er þó ljóst að tölurnar eru gífurlega háar. Continue reading Skuldir íslensku bankanna í samhengi

A new status and vangaveltur.net

I am now back in the US, after 15 days in Iceland were I met all kinds of fun and interesting people. More importantly I got a F2 visa in the US embassy in Reykjavik. It is kind of awkward that the interview I had to go to, took approx. 2 minutes, and contained two questions. “How is your wife doing in her studies?” and “Did you study in the US?” I answered both questions very thoroughly and explained how I tried to find a job while on OPT but did not succeed. I had the feeling that both the question were just an attempt to be polite, because the employee actually said that they had already decided to accept my application. Continue reading A new status and vangaveltur.net

Landvistarleyfið og vangaveltur.net

Þegar þetta er skrifað er ég kominn aftur til BNA eftir rúmlega tveggja vikna dvöl á Íslandi, þar sem ég hitti fjölmargt skemmtilegt fólk og það sem ekki er síður um vert, fékk F2 vegabréfsáritun hjá bandaríska sendiráðinu. Það hljómar reyndar næstum fáránlegt en viðtalið sem ég þurfti að fara í tók varla 2 mínútur, en starfsmaður sendiráðsins spurði hvernig konunni miðaði í náminu, og hvort ég hefði ekki verið í námi í BNA sjálfur. Ég svaraði báðum spurningum fremur ítarlega og útskýrði að ég hefði ætlað mér að starfa á OPT eftir námið en ekki fundið vinnu, en ég hafði samt á tilfinningunni að starfsmanninum væri næstum sama um það, enda sagði konan eitthvað á þá leið að það væri nú þegar búið að samþykkja umsóknina. Continue reading Landvistarleyfið og vangaveltur.net

Réttlaus

Þegar þessi færsla birtist, 26. október, er ég án réttarstöðu í Bandaríkjunum og rétt í þann mund að lenda á Toronto Pearson International Airport á leið til Íslands. Ég ákvað að taka saman á einn stað helstu upplýsingar um reynslu mína af landvistarreglum í BNA. Annars vegar fyrir sjálfan mig og hins vegar ef fjölskylda/vinir hefur áhuga á að setja sig inn í málið. Continue reading Réttlaus

Out of Status

When this is published on October 26, I am just about to land at Toronto Pearson International Airport on my way to Iceland. being officially without a status in the USA. I decided to write this blog to gather in one place informations about my recent experiences, and in case some friends and/or family are interested in what has actually been going on in my visa-status adventure. Continue reading Out of Status

Samræða um sóknir og safnaðarstarf

Kirkjan á Íslandi virðist um þessar mundir vera í mikilli varnarbaráttu. Ef mark er takandi á því sem ég heyri frá vinum og kunningjum á Íslandi, innan og utan kirkju, þá eru margir söfnuðir í mikilli krísu vegna þrengri fjárhags enn áður. Ein birtingarmynd þessarar krísu var aukakirkjuþing í ágúst, þar sem hugmyndum var varpað fram um lausnir. Continue reading Samræða um sóknir og safnaðarstarf

Kröfur í þrotabú íslensku bankanna

12.053 kröfum var lýst í bú gamla Landsbankans upp á 6.459 milljarða króna. Heildarforgangskröfur námu 2.857 milljörðum króna. Búist er við að um 90 prósent fáist upp í forgangskröfur, sem að mestu eru vegna Icesave-innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi. Ekkert fæst upp í almennar kröfur.

Þá var 8.685 kröfum lýst í þrotabú Glitnis upp á 3.436 milljarða króna. Áætlað er að kröfuhafar fái á bilinu 20 til 23 prósent upp í kröfur, eða á milli 690 til 860 milljarða króna.

Heildarfjárhæð lýstra krafna í Kaupþing nam 7.316 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir samkvæmt efnahagsreikningi miðað við 30. júní sl. Skýringar á að heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir má rekja til oflýstra krafna vegna innstæðna sem Kaupþing hefur þegar greitt, tví- og þrílýsinga vegna ýmissa innstæðna og skuldabréfaútgáfu bankans og krafna sem falla utan efnahaggsreiknings, s.s. skaðabótakrafna og ábyrgðarkrafna. Auk þess væri ítrustu kröfum jafnan lýst. Samanlögð fjárhæð vegna framangreindra atriða næmi a.m.k. 2.900 milljörðum króna.

The Financial Collapse in Iceland

I have been thinking about it for a while to write about few of the most heartbreaking reasons and consequences of the Icelandic Financial Collapse. Here I will not look at the victims, but more at the devastating pitfalls the “elite” stepped into on the way. Continue reading The Financial Collapse in Iceland

Reactive or Proactive

When addressing leadership model, I have to come to the issue of reactive vs. proactive again and again. It is especially important when it comes to the question of the Icelandic Church and how it is going to respond to the question of separation of church and state.

Does that call for a reaction, trying to slow the pace of the discussion, or are we going to be proactive and take over the discussion.

Muuhahaha…

Það er ekki erfitt að sjá fyrir sér handrit að glæpamynd. Þráðurinn væri eitthvað á þessa leið. Smáglæpamaður sem sérhæfir sig í peningaþvætti kemst yfir stórt fyrirtæki sem hann notar til að lifa í vellystingum um skeið. Þegar í ljós koma vafasamir gjörningar í bókhaldinu, brýst lögreglan inn á heimili hans og handtekur fyrir framan ungan son og eiginkonu af hefðarættum. Eftir réttarhöld og ævintýralegt plott, þar sem stjórnmálamenn fara hamförum er smáglæpamaðurinn dæmdur í fangelsi, þar sem hann situr um tíma. Eftir að fangavistinni lýkur halda faðir og sonur úr landi og hefja rekstur í alræmdri glæpaborg í fjarlægu landi og ná á óútskýrðan hátt ráðandi stöðu á markaði þar sem samkeppnisaðilar hverfa einn af öðrum. En það fullnægir þeim ekki. Þeir vilja hefnd, hefnd vegna fangavistarinnar og niðurlægingarinnar fyrir fjölskylduna forðum daga. Það eykur hatrið að einn stjórnmálamannanna sem gekk hvað harðast fram er nú orðin forseti í heimalandinu. Þá kemur að plotti myndarinnar. Þeir feðgar mynda tengsl við valdamenn í heimalandinu, gefa örlátlega til góðgerðamála og með ótrúlegri útsjónarsemi fá heimild í gegnum vinatengsl, til að taka yfir stærsta banka heimalandsins. Þeir nota næstu árin til að kaupa upp róttæka gagnrýna listamenn, gefa þeim jafnvel hús, kaupa sérfræðinga til að skrifa um sig bækur, þar sem fortíðinni er breytt, kaupa fjölmiðla til að aðstoða sig í þessu skini og þegar einhverjum verður á að rifja upp fortíðina eru haldnar bókabrennur. Hefndarþorsti feðgana virðist horfin og flestir trúa að réttlætið felist í því að fá að endurskrifa söguna og endurheimta stöðuna sem þeir nú hafa. En svo er víst ekki. Skyndilega og án viðvörunar kemur í ljós að þeir feðgar hafa notað stöðu sína til að steypa heimalandinu í gjaldþrot. Bankinn sem þeir tóku yfir, skuldar þrefalda þjóðarframleiðslu, Óskabarn Þjóðarinnar, eitt elsta hlutafélag landsins er gufað upp og erlendir menn og konur eiga kröfur á þjóðarbúið vegna horfina peninga. Landið er rjúkandi rúst, vart stendur steinn yfir steini. Ég sé fyrir mér að lokaskotið, sé af föðurnum að stíga upp í svarta einkaþotu sonar síns á Reykjavíkurflugvelli. Síðan er klippt á skot inn í þotuna þar sem þeir feðgar sitja með kampavínsflösku, horfa hvor á annan og faðirinn segir stundarhátt, Muuhahaha…

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.

Þankar um skjaldarmerkið

Fyrir jól urðu nokkur skrif um meint tengsl landvættanna og guðspjallamannanna. Þar áttu Óli Gneisti og Þórhallur Heimisson í nokkrum skoðanaskiptum um lítt rökstudda en skemmtilega hugmynd Þórhalls um uppruna landvættanna og tengsl við Biblíusögur.

Óli benti réttilega á að fremur langsótt væri að segja ljón vera dreka og mannsmynd vera tröll, og það má vissulega taka undir þá gagnrýni á hugmyndir Þórhalls þó skemmtilegar séu. Hins vegar er gaman að segja frá því að nýlega rakst ég á írskt rit frá 8. öld (Book of Kells) þar sem guðspjallamennirnir eru málaðir sem “risi”, naut, dreki og fugl.

Það sem meira er, uppruni bókarinnar er tengdur komu skríns Columba til Kells, sem Víkingar reyndu síðan að taka yfir á 9. öld. Því er e.t.v. ekki algjörlega fráleitt að þessar ímyndir komi þaðan inn í norræna söguhefð. Þannig sé frásögn Heimskringlu um tilvonandi innrás Dana, og tilfærslan úr ljóni í dreka, ekki frá Snorra kominn heldur eldri og eigi rætur að rekja til Írlands, hugsanlega til innrásar Víkinga á Kells. Fyrir þessu hefi ég engar heimildir aðrar en myndir af guðspjallamönnunum úr Book of Kells og þá staðreynd að heimildir um innrásir á Ísland af hendi Víkinga höfum við fáar, en þeim mun fleiri tengdar Írum. 

Þannig sé saga Snorra um íslensku landvættirnar hugsanlega afbökuð írskt mýta um vernd guðspjallanna, sprottin úr samfélaginu í Kells.

Vissulega væri gaman að gera á þessu fræðilega rannsókn, leita uppi slíkar frásögur og e.t.v. lesa sér til um írska sögu, en þar sem ég les ekki keltísk mál, er upptekin við önnur fræði og hef enga sérstaka þörf að gefa Írum landvætti Íslands, þá læt ég staðar numið í bili.

The Financial Collapse in Iceland and the church

“Looking back we might say we failed… the prophetic voice of the church was not loud enough” – Karl Sigurbjornsson, the Bishop of Iceland on the failure of the country’s state religion to have any impact on the financial disaster which has devastated Iceland.

BBC – BBC World Service Programmes – Heart and Soul, 04/04/2009.

Ég skammast mín

Fréttamolar eins og þessi hjálpa mér til að skilja baráttu Vantrú.is gegn kirkju og kristni.

Californians who attend church weekly voted for Proposition Eight by a margin of 83 percent to 17 percent, according to exit polls. Those who attend church occasionally voted 40 percent in favor and 60 percent opposed. Californians who never attend church were 14 percent in favor and 86 percent opposed. (From CNN)

Íslandsferð í sumar

Ákvörðunin um að koma ekki til Íslands í sumar hefur nú verið endurskoðuð en rétt í þessu gekk ég frá kaupum á flugmiðum fyrir alla fjölskylduna til sumarleyfisparadísarinnar Íslands. Nú er ekki lengur flogið til Íslands frá Baltimore þannig að í stað þess að kaupa miðana til Íslands og miðana innanlands í BNA í sitt hvoru lagi, borgar sig nú að kaupa alla leið með Flugleiðum. Verðið fyrir Flugleiðafarið er reyndar ekki gefið, en flug innan BNA er fáránlega dýrt, sér í lagi á flugvellina sem Flugleiðir fljúga á. Á móti kemur að Flugleiðir fljúga í sumar tvisvar á dag til Boston, þannig að við þurfum ekki að fljúga með Tómas að næturlagi og gista þar sem við millilendum. En flugáætlun sumarsins er þannig að við fljúgum öll saman til Íslands frá Columbus í gegnum Boston og lendum í Keflavík kl. 23:40 (19:40 að Ohio-tíma) 9. júlí. Jenný heldur svo til baka kl. 10:30 þann 16. júlí og lendir í Columbus kl. 21:13 sama dag. Anna Laufey fer í Ölver 17.-23. júlí, vonandi næ ég að kíkja til Akureyrar með börnunum síðustu vikuna í júlí, ég og börnin förum svo á Sæludaga í Vatnaskógi 1.-4. ágúst og fljúgum til baka til Ohio 6. ágúst kl. 10:30 og lendum í Columbus 21:13 sama dag.

Adam Bremensis og Dómarabókin

Í þá daga var enginn konungur í Ísrael. Hver maður gerði það sem honum vel líkaði. (Dómarabókin 21.25)

Fyrir rúmu ári heyrði ég sérfræðing í norrænum fræðum tala um skrif Adam frá Brimum (Adam Bremensis). En fræðimaðurinn nefndi stuttlega að Adam hefði tiltekið í annálum sínum að Íslendingar hefðu engan konung og ályktað eitthvað út frá því.

Þar sem Biblíufræði eða íslensk kirkjusaga eru ekki hluti af aðaláhugasviði mínu, enn síður bókmenntafræði og ég les ekki latínu, gerði ég ekkert með þessa ábendingu, annað en að velta stuttlega fyrir mér hvort að finna mætti samsvörun á milli þessara orða Adams og loka Dómarabókar annars vegar og umfjöllunar um ákvörðun Snorra og 1. Sam 8 hins vegar.

Þetta er reyndar fremur langsótt allt saman, en samt verðugt verkefni fyrir einhvern að skoða.

Vonum á West Ham!

Ég sé að 365 sýningunni er að ljúka. Er það rétt skilið hjá mér að Avion aka HF Eimskipafélagið, standi ekki vel? Er Decode ævintýrið endanlega að “feida út”? Gengu Sterling hugmyndir FL-Group ekki upp? Hvað þýðir þetta fyrir stöðu íslensku bankanna? Er e.t.v. eina vonin fólgin í West Ham?

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is