Markúsarguðspjall 5. kafli

Hér ágerist stefið um hættulegu breytingarnar. Þegar Jesús stígur úr bátnum mætir honum sinnisveikur maður (haldinn illum öndum). Veikindi hans eru vel þekkt. Hann ræður ekki við sig, hann hrópar og stundar sjálfsmeiðingar. Þegar veiki maðurinn sér Jesús óttast hann að nú séu breytingar framundan. Continue reading Markúsarguðspjall 5. kafli

2. Mósebók 18. kafli

Tengdafaðir Móse heimsækir tjaldbúð Ísraelsþjóðarinnar í þessum kafla sem fjallar um mikilvægi þess að góður stjórnandi deili verkefnum og sé ekki með puttana í smámálum, enda hægi það á ákvarðanatöku og gangi fram af öllum. Ekki bara leiðtoganum sem þarf að skipta sér af öllu, heldur líka þeim sem þurfa endalaust að bíða eftir úrlausn sinna mála.

Continue reading 2. Mósebók 18. kafli

2. Mósebók 8. kafli

Það er enda svo að fúla vatnið og froskarnir eru töfrabrögð sem spáprestar Egyptalands eru sagðir geta framkvæmt ekki síður en YHWH gerir fyrir hönd Ísraelsmannanna tveggja. Samt sem áður lofar Faraó þeim bræðrum að ef þeir fjarlægi froskana, fái Ísraelsmenn fararleyfi, en jafnskjótt og froskarnir drepast eru gleymir Faraó loforði sínu.

Continue reading 2. Mósebók 8. kafli

2. Mósebók 7. kafli

Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu.  Continue reading 2. Mósebók 7. kafli

Jónas 2. kafli

Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli

Barúksbók 1. kafli

I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.

Continue reading Barúksbók 1. kafli

Jeremía 40. kafli

Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli

Jeremía 38. kafli

Boðskapur Jeremía fer ekki vel í alla. Höfðingjarnir í Jerúsalem benda á að:

Það verður að taka þennan mann af lífi. Hann dregur úr hugrekki þeirra hermanna sem eftir eru í borginni og hugrekki alls fólksins með því að flytja þennan boðskap. Því að þessi maður stuðlar ekki að velfarnaði þessa fólks heldur ófarnaði. Continue reading Jeremía 38. kafli