Moral Man and Immoral Society

Fyrir um 18 árum tók ég saman stutt yfirlit á íslensku um bók Reinhold Niebuhr, Moral Man and Immoral Society. Í umfjöllun minni skoðaði ég sérstaklega hugmyndir í 5. kaflanum um viðhorf forréttindastétta. Þá skoðaði ég siðferðishugmyndir Neibuhr í ljósi þess sem ég kalla skylduboðasiðfræði, afleiðingasiðfræði og einkasiðfræði.

Um Reinhold Neibuhr

Reinhold Neibuhr fæddist í smábæ í Missouri ríki í Bandaríkjunum 1892, þar sem faðir hans var þjónandi prestur. Hann stundaði nám í Elmhurst College í Illinois, Eden Theological Seminary í Missouri og tók síðan masterspróf frá Guðfræðideild Yale háskóla 1915. Continue reading Moral Man and Immoral Society

Von og hamingja

Tengsl vonar og hamingju eru áhugaverð. Þannig er mér minnisstætt þegar prófessorinn minn í Kristniboðsfræðum talaði um að rannsóknir í Afríkuríkjum bentu til þess að þeir sem tækju kristna trú færðust upp á við í þjóðfélagskerfinu. Mest áberandi væri breytingin frá hópnum sem lifði við eymd og færðist upp í hópinn sem býr við gífurlega fátækt.

Continue reading Von og hamingja

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

1. Mósebók 41. kafli

Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli

1. Mósebók 39. kafli

Eins og bent var á í ummælum við fyrri kafla, þá reisti Jakob altari til heiðurs El eftir glímu sína við Guð. Það er hins vegar Jahve sem fylgir Jósef í ánauðina í Egyptalandi og lætur “honum heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur.” Það er líka athygli vert að Jahve blessar ekki bara afkomendur Abrahams í þessum kafla, heldur og hinn egypska húsbónda Jósefs. Þessi blessun sem húsbóndinn tengir við Jósef leiðir til þess að Jósef er falin mikil ábyrgð. Continue reading 1. Mósebók 39. kafli

1. Mósebók 29. kafli

Hvort sem ástæðan er flótti undan bróður sínum eða hlýðni við föður sinn um að eignast konu af réttum ættum, þá lesum við hér um för Jakobs til austurs. Kaflinn rekur samskipti Jakobs við Laban tengdaföður sinn. Blekking Labans gagnvart Jakobi minnir um sumt á þegar Jakob og Rebekka blekktu Ísak. Við lesum um spennu á milli tveggja systra sem báðar eru gefnar sama manninum, við erum kynnt fyrir heimi þar sem óréttlæti og misrétti, kúgun og blekkingar koma við sögu. Við lesum um ófrjósemi og sjálfsmyndarkrísur í hörðum heimi karlaveldisins.

1. Mósebók 28. kafli

Hér lesum við aftur að Ísak blessaði Jakob en ekki Esaú. Að þessu sinni er ekkert sagt frá blekkingum og lygum, hér er ekki sagt frá því að Rebekka hafi lagt á ráðin um að svíkja frumburðinn, heldur virðist sem Ísak ákveði að taka Jakob framyfir Esaú, þar sem Esaú hafði tekið sér konu úr hópi kanverja (sjá 27. kafla, vers 46). Continue reading 1. Mósebók 28. kafli

1. Mósebók 24. kafli

Abraham leggur áherslu á að blóð sitt blandist ekki við blóð íbúa Kanaanslands en jafnframt vill hann tryggja að Ísak dvelji þar áfram. Frásagan hér lýsir ferð þjóna Abrahams til ættlandsins í leit að kvonfangi. Sagan af því þegar þjónninn sér Rebekku við brunninn og ávarpar hana, kallast rétt sem snöggvast á við söguna af samversku konunni í Jóhannes 9. En bara rétt sem snöggvast, eða hvað? Continue reading 1. Mósebók 24. kafli

1. Mósebók 16. kafli

Biblían er uppfull af sögum um misnotkun og kúgun. Saga Hagar er ein af þeim. Kona sem hefur verið hreppt í þrældóm er notuð til að ala eigendunum barn, vegna ófrjósemis eiginkonunnar. Þegar Hagar verður ólétt, kemur upp afbrýðissemi hjá Saraí, og í kjölfarið flýr Hagar með barn undir belti inn í eyðimörkina, flýr frá kvölurum sínum. Continue reading 1. Mósebók 16. kafli

1. Mósebók 10. kafli

Hér fáum við aðra ættartölu 1. Mósebókar. Þeir eru til sem nota þessar tölur til að reikna nákvæmlega út ártalið sem Guð skapaði heiminn. Þeir eru til sem halda að hér sé verið að lýsa með mikilli nákvæmni uppruna allra þjóða. Þeir hinir sömu eru á villigötum. Meðan ég man, það verður ekki heimsendir 21. maí 2011 og ástæðan er ekki að verkfræðingurinn hafi reiknað vitlaust, heldur einfaldlega sú að dæmið sem hann er að glíma við er ekki til. Continue reading 1. Mósebók 10. kafli