Jeremía 27. kafli

Jeremía boðar uppgjöf gagnvart konungi Babýlon. Það er engin önnur leið fær en að sættast við tapið. Jeremía fordæmir enn á ný spámennina sem halda að aðrar leiðir séu færar. Framtíðin felst í að gangast undir öflugasta konungsveldið á svæðinu.

Fyrst að ég hef velt fyrir mér meintum tengingum við Matteus hér í síðustu köflum, þá má velta fyrir sér hvort að Mt 22.15-22 og sér í lagi orðin

Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er,

kallist ekki á við 27. kafla Jeremía. Maður spyr sig.

Nei eða já, af eða á

Það er margt sagt um stöðu kirkju og kristni á Íslandi, en líklega er fátt eins sorglegt og þegar vígðir þjónar kirkjunnar halda því fram að forsenda þess að kirkjan sinni starfsemi á landinu öllu sé að kirkjan sé þjóðkirkja og/eða nefnd sérstaklega í Stjórnarskrá. Continue reading Nei eða já, af eða á

Meira en trúfélag…

Það hefur verið borið á því í umræðunni um biskupskjör og reyndar í allri umfjöllun um þjóðkirkjuna, hugmyndin um að þjóðkirkjan sé meira en trúfélag. Þessi hugmynd felur í sér að trúfélag sé einhvers konar endanlegur veruleiki og utan trúar sé annar heimur, væntanlega í huga fólks heimurinn sem við lifum í.

Continue reading Meira en trúfélag…

Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Trúfrelsisákvæði eru áhugavert fyrirbæri og ekki síður hugmyndir um að kirkjuskipan geti/þurfi að vera á einhvern hátt bundin í lögum. Í hugmyndum stjórnlagaráðs er 19. grein svohljóðandi:

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Continue reading Kirkjuskipan Stjórnlagaráðs

Biskupsframtíð og tvíþætt köllun

Fyrir þremur árum sat ég með tveimur ungum guðfræðingum í Bandaríkjunum og við ræddum vítt og breytt um framtíðina í kirkjunni. Þegar talið barst að prestsembættinu nefndi annar þeirra hugtak sem ég hafði aldrei heyrt áður, talaði um “bivocational” presta og sagði framtíðina verða afturhvarf til fortíðar. Presta í ELCA (Evangelical Lutheran Church in America) biði það hlutskipti á næstu 30-40 árum að þurfa á ný að verða bivocational, hafa tvíþætta köllun. Fjárhagslegar forsendur yrðu einfaldlega ekki til staðar til að söfnuðir gætu greitt boðleg laun fyrir presta og þeir þyrftu því að sinna prestsskyldum sínum meðfram öðrum störfum. Continue reading Biskupsframtíð og tvíþætt köllun

Jeremía 7. kafli

Zion guðfræði musterisins, um fyrirheitnu þjóðina sem hefur byggt sér hús þar sem Guð býr, musterið í Jerúsalem, þar sem Guð býr sama hvað. Hugmynd sem við sjáum t.d. í áætlunum Davíðs og væntingum um ævarandi konungsdóm í Annarri Samúelsbók 7. kafla og bregður víða fyrir hjá fyrsta Jesaja, fær harkalega útreið hér hjá Jeremía.

Treystið ekki lygaræðum þegar sagt er: “Þetta er musteri Drottins, musteri Drottins, musteri Drottins.”

Trúarskilningur Jeremía byggir ekki á húsinu glæsilega í Jerúsalem, heldur á afstöðunni til Torah, til lögmálsins. Guð býr þar sem aðkomumenn búa við frelsi, munaðarleysingjar og ekkjur hafa réttindi, þar sem saklausu blóði er ekki úthellt. Guð er þar sem sanngirni ríkir, á slíkum stað finnur Guð sér bústað.

Það að byggja hallir og skrauthýsi þar sem gengið er fram fyrir Guð, eftir að hafa svikið og prettað náungann er ekki þóknanlegt fyrir Guði. Slíkt hús er ræningjabæli. Fórnarþjónustan í musterinu er hluti af þessum blekkingarleik að mati Jeremía. Guð kallar ekki eftir fórnargjöfum heldur hlýðni við lögmálið segir spámaðurinn.

Lögmálið sem Jeremía vísar til og við sjáum í skrifum Amosar, er ekki lögmál sem festist í að fylgja í blindni, heldur lögmál sem krefst réttar fyrir hin veika, smáa og jaðarsetta. Lögmálið knýr á um rétt fyrir ekkjur og munaðarlausa, fátæka og útlendinga, það snýst ekki um hárgreiðslu, föt eða fórnaraðferðir, alls ekki.

Biskupsstofnun

Hér held ég áfram með stutta þanka mína um biskup og biskupsembættið.

Í yfirlitinu hér fyrr á iSpeculate má sjá vísbendingar um að í tíð síðustu biskupa hafi orðið þróun í átt til aukinnar miðstýringar, þar sem “völd” biskups hafa aukist og staða Biskupsstofu hefur styrkst. Þessi þróun er að sjálfsögðu ekki óumdeild, en í raun má segja að með Þjóðkirkjulögunum 1997 hafi Biskupsstofa orðið að Biskupsstofnun, þar sem sífellt meiri áhersla hefur verið lögð á utanumhald og eftirlit, en þjónustuhlutverkið gagnvart söfnuðunum á sviði safnaðarstarfs hafi ekki þróast á sama hátt.  Continue reading Biskupsstofnun

Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Hér á iSpeculate hyggst ég velta fyrir mér biskupsmálum á næstu vikum. Ekki vegna þess að það skipti neinu máli, heldur vegna þess að það er hollt að hugsa upphátt. Fyrsta færslan horfir afturábak (rétt er að taka fram að það eru 15 ár síðan ég stúderaði íslenska kirkjusögu í kjölfar iðnbyltingar). Continue reading Fortíðarbiskuparnir, og svo…

Kirkjujarðirnar

Ég hef alltaf ætlað mér að fara í rannsóknarvinnu og skoða hvað liggur raunverulega að baki kirkjujörðunum sem voru settar undir ríkið 1907 og liggja til grundvallar samningi um laun presta og starfsfólks Biskupsstofu frá 1997. Það er hins vegar meira en að segja það að skoða þessi mál, enda virðist losarabragurinn hafa verið mikill í þessum málum langt fram á 20. öldina og jafnvel lengur. Reyndar er einhver aðgreining gerð milli kirkjujarða og ríkisjarða í fasteignabók 1942-1944, en hvað er átt við þar er ekki alveg ljóst. Continue reading Kirkjujarðirnar

Samþykkt dagsins

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um trú og skóla. Nú hafa tillögurnar í endanlegri mynd verið samþykktar á vetvangi Borgarstjórnar, en samþykktina er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar.

Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig (sjá fyrirvara hér til hliðar) þegar ég segi að þessi endanlega útfærsla samþykktarinnar er gleðileg. Vissulega er þar ekki allt eftir mínu höfði, enda er ég ekki viss um að heimurinn væri endilega betri ef ég væri alvaldur, nema auðvitað fyrir sjálfan mig.

En hvað um það. Nú hafa tillögurnar verið samþykktar og óvissunni um hvað má og hvað ekki í skólum Reykjavíkur hefur verið eytt. Framhaldið liggur í höndum okkar sem störfum í kristilegu starfi innan og utan kirkju að aðlaga starf okkar að nýjum aðstæðum og hætta skotgrafahernaðinum.

Mótsstaður Guðs og manneskja

Hugvekja/prédikun flutt í Langholtskirkju á kirkjudegi safnaðarins, 14. sunnudegi eftir Trinitatis, 25. september 2011. Notast var við A-textaröð (Slm 146, Gal 5.16-24 og Lk 17.11-19).

Ég var á Heilsudögum karla í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM og KFUK fyrir réttri viku. Heilsudagar marka lok sumarstarfsins í Vatnaskógi en þá mæta yfirleitt um 50 karlar á aldrinum 17-99 ára í skóginn, taka til hendinni í hvers kyns verkefnum og njóta samveru hver með öðrum. Continue reading Mótsstaður Guðs og manneskja

Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

Nú hefur Mannréttindaráð Reykjavíkur skrifað í þriðja sinn tillögur sínar um aðgengi trú- og lífskoðunarfélaga að skólastarfi. Ég fjallaði um fyrstu tillögurnar hér og tillögu tvö hér. Líkt og áður eru tillögur ráðsins ekki mjög aðgengilegar þannig að mikið af umræðunni er byggt á fullyrðingum um innihaldið sem ekki eru alltaf sannleikanum samkvæmar en haldið á lofti til að skapa andstöðu og sundrung. Það verður að viðurkennast að mér líkar mjög illa við að sjá annars góða einstaklinga sem ég þekki vel nota slíkar aðferðir. Slík vinnubrögð eru ekki sæmandi fólki sem segist starfa í nafni Jesú Krists. Continue reading Enn og aftur nokkur orð um tillögur mannréttindaráðs

1. Mósebók 47. kafli

Faraó tekur vel á móti fjölskyldu Jakobs, jafnvel þó Jakob tali um sig sem hjarðmann og segi flutninginn bara vera tímabundinn. Það er sagt að Jósef hafi þurft að styðja við fjölskylduna þrátt fyrir að þau fengu gott land og vinnu hjá Faraó, enda hópurinn stór og kreppan byrjuð að hafa áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir undirbúninginn á góðæristímanum. Continue reading 1. Mósebók 47. kafli

Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Með lögum um sóknargjöld nr. 97 frá 1987 breyttust forsendur þjóðkirkjusafnaða allverulega. Með lögunum komst festa á tekjur safnaðanna og möguleikar til að setja sér framtíðarplön um safnaðarstarf urðu möguleg sem aldrei fyrr. Continue reading Þankar um fjármál og framtíð þjóðkirkjunnar

Að vera sannleikans megin

Sú óleysanlega glíma kirkjunnar að vera í senn félagslegur veruleiki breyskra manna og kvenna og á sama tíma í einhverjum skilningi kirkja Guðs, sú kirkja sem við játum í Trúarjátningunni er flókin. Grein á vefnum perspiredbyiceland.com sem ber heitið Kirkjan dregur loforðið um sanna mynd til baka veltir á áhugaverðan hátt upp einni hlið málsins.

Þegar mennirnir sem hafa lofað að vera almannatengslafulltrúar sannleikans á jörðu útvista það eina verkefni sitt til fagaðila andskotans, þá eru þeir búnir að vera. Þá er kirkjan dauð, tóm að innan, hefur ekkert erindi hér lengur.

Jóhannesarguðspjall 3. kafli

Nikódemus skyldi að það var eitthvað að. Eitthvað var ekki eins og það átti að vera í musterinu, staðnum sem margir trúðu að væri heimili Guðs. Hann hafði líklega heyrt af aðgerðum Jesús, þar sem hann réðst að sölumennskunni og sjálfhverfu trúarlegra yfirvalda. Kannski hafði hann séð Gallup-könnun sem sýndi 33% traust í garð trúarlegra stjórnvalda, kannski hafði hann séð til kynferðisglæpamanna sem notuðu trúfélög til að fela illverkin sín. Kannski hafði hann setið ótal námskeið og ráðstefnur um SVÓT-greiningar og hvernig hægt er að nota bókhaldstæknilegar aðferðir til að marka framtíðarsýn. Kannski hafði hann meira að segja velt fyrir sér samfélagsmiðlun. Continue reading Jóhannesarguðspjall 3. kafli

The Church & The World in the Decade Ahead

The early church was on the margins not only of Judaism, but of society generally. Given this setting as the occasion of the writing of the books of the New Testament, we might begin to suggest that the New Testament actually has more to say to us when we find ourselves on the margins than it does when we find ourselves at the center of society. It’s at this point that we cast a glance at the Old Testament and realize that the bulk of it, too, is addressed to a people who finds itself on the margins, not in control of their political situation. We might even look anew at passages concerning the downtrodden, the oppressed, or the outcast and imagine that they might not be talking about someone else, but about us — and without having to spiritualize the message to get there.

The Church & The World in the Decade Ahead is an interesting blog post with familiar thoughts about the church.

Meira af tillögum Mannréttindaráðs

Það er jákvætt að sjá lagfærðar tillögur Mannréttindaráðs sem voru kynntar í byrjun nóvember, en þar hefur verið tekið tillit til mjög margra ef ekki allra málefnalegra ábendinga sem fram komu vegna upphaflegu tillagnanna, sér í lagi varðandi framsetningu og orðalag. Continue reading Meira af tillögum Mannréttindaráðs