Stærðfræði(sumar)búðir

Nú í vikunni hef ég hjálpað til sem sjálfboðaliði í stærðfræði(sumar)búðum. Stærðfræðibúðirnar eru í boði nú þegar þátttakendur eru í vorfríi í skólanum sínum og eru skipulagðar af tveimur söfnuðum og í samvinnu við grunnskóla barnanna sem taka þátt. Markhópurinn fyrir búðirnar eru krakkar í 3. og 5. bekk sem gætu hagnast á viðbótarþjálfun í stærðfræði fyrir samræmd próf í Ohio sem verða haldin núna í kringum mánaðarmótin. Continue reading Stærðfræði(sumar)búðir

Nahúm 1. kafli

Bók Nahúms er líklega það rit í Gamla testamentinu sem ég hef sjaldnast litið til. Svo sjaldan að ég þurfti að nota efnisyfirlitið í bókinni til að finna kaflana þrjá eftir Nahúm. Innihald ritsins er mótað í kringum fall Níneve 612 f. Krist. En eins og glöggir Biblíulesendur muna þá var Jónas sendur til að spá fyrir um fall Níneve í samnefndu riti. Þó því falli hafi reyndar verið aflýst. Continue reading Nahúm 1. kafli

Jesaja 39. kafli

Hiskía jafnaði sig á veikindunum og við heyrum af því að Babýlóníukonungur sýni Jerúsalem aukin áhuga. Jesaja spáir því að

Sá tími mun koma að allt sem er í húsi þínu og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir, segir Drottinn. Nokkrir af sonum þínum, niðjum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að herbergisþjónum Babýloníukonungs.

Jesaja 15. kafli

Þegar við lesum spámenn Gamla testamentisins er ekki alltaf auðvelt að vita og sjá hvort þeir séu í skrifum sínum að vísa til þess sem er, var eða verður. Þannig velti ég fyrir mér hvort hernaðaraðgerðin gegn Móab sem hér er lýst, sé vitnisburður um það sem hefur gerst, vísun til atburða sem eru í gangi eða framtíðarsýn Jesaja. Continue reading Jesaja 15. kafli