Framsókn

Þetta fólk vinnur með hag framtíðarinnar fyrir augum og er í fremstu röð þeirra landsmanna, sem eru að skapa íslendingasögu tuttugustu aldarinnar.
Síðan íslendingar hurfu frá landbúnaði og dreifbýli að stórum meirihluta og tóku sér bólfestu í þéttbýli, hafa þeir fundið sér nýja guði í dægurlagasöngvurum, kvikmyndaleikurum og íþróttafólki og dægurdvöl í sorpritum, kvikmyndahúsum og fleiri ónáttúrlegum hlutum. Hinum nýju hálfguðum er þröngvað upp á þjóðina með allri hugsanlegri nútímatækni. En löngu eftir að þeir eru allir og gleymdir vitna störf manna eins og Ketils á Finnastöðum um karlmennsku og framsýni, og þá verða menn þakklátir öllum þeim, sem gengu í lið með vorinu og gróandanum og gerðu landið betra en það áður var.

(http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2653752)