Hebreabréfið 7. kafli

Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Að foreldrar og forfeður séu ekki þekktir er síðan tengt við son Guðs, sem við fyrstu sín virðist áhugavert enda gera guðspjöllin ágæta grein fyrir fjölskyldubakgrunni Jesús. Áherslan er þó fyrst og fremst á að Jesús verður áfram prestur um eilífð.

Annars er áherslan í 7. kaflanum á það hverjum á að greiða tíund. Vísað er til þess að Abraham borgaði tíund til Melkísedek, í krafti þess hver hann var, en ekki vegna þess hverrar ættar hann var. Að sama skapi sé ekki endilega rétt að greiða Levítum tíundina, enda

Þegar prestsdómurinn breytist verður og breyting á lögmálinu.

Mælikvarði á réttan prestsdóm er ekki lengur fólgin í ættgöfgi. Eða eins og segir í textanum:

Hann varð ekki prestur eftir lögum og fyrirmælum manna heldur vegna þess að í honum býr líf og kraftur sem þrýtur ekki.

Þegar við höfum í huga að Hebreabréfið er skrifað fyrir innmúraða og innvígða, framtíðarleiðtoga hinnar nýju kirkju, þá er auðvelt að sjá markmið þessa kafla. Skilaboðin eru skýr. Við erum alvöru prestar og það er í lagi að gefa tíund til okkar, fremur en til levítana.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.