Esterarbók 8. kafli

Þrátt fyrir að Haman hafi verið líflátinn og 8. kafli hefjist á að Mordekaí fái uppreisn æru og eignist fyrri eigur Haman, þá er tilskipunin um eyðingu gyðinga enn í gildi.

Konungur tekur svo sem ekki ábyrgð fremur en áður, enda alltaf gott að hafa ráðgjafa og lét það í hendur Ester og Mordekaí að skrifa nýja tilskipun til að ógilda þá fyrri.

Í bréfunum veitti konungur Gyðingum í sérhverri borg heimild til að safna liði til sjálfsvarnar, eyða, deyða og tortíma liðsafla hverrar þeirrar þjóðar eða héraðs, sem veittist gegn þeim, jafnvel börnum og konum, og hafa fjármuni þeirra að ránsfeng á tilteknum degi í öllum héruðum ríkis Xerxesar konungs, þrettánda degi tólfta mánaðar, mánaðarins adar.

Eftirrit af bréfinu skyldi gefið út og birt sem lög í hverju héraði svo að öllum þjóðunum yrði þetta ljóst og til þess að Gyðingar gætu haft viðbúnað þennan dag til að koma fram hefndum á óvinum sínum.

Afleiðing hinnar nýju tilskipunar varð svo til þess að

margir íbúar af öðru þjóðerni tóku Gyðingatrú því að ótti við Gyðinga var yfir þá kominn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.