Jesaja 8. kafli

Þessir Jesaja textar eru líklega þeir torskyldustu af því sem ég hef farið í gegnum til þessa í lestraryfirferðinni minni. Inntakið virðist vera að innrás af hendi Assýríukonungs er yfirvofandi.

Einhverjir virðast lifa í þeirri „blekkingu“ að Guð muni grípa inn í, en…

Kallið ekki allt samsæri sem þetta fólk kallar samsæri.
Óttist ekki það sem það óttast,
skelfist ekki.
Drottinn allsherjar sé yður heilagur,
hann skuluð þér óttast,
hann skuluð þér skelfast.
Hann skal verða helgidómur,
ásteytingarsteinn og hrösunarhella
fyrir bæði ríki Ísraels.
Hann mun verða snara og gildra
fyrir Jerúsalembúa.
Margir þeirra munu hrasa,
falla og brotna.
Þeir munu festast í snörunni,
falla í gildruna.

Guð hyggst byrgja auglit sitt, enda leitar þjóð hans ekki lengur til Drottins.

Ef sagt er við yður: „Leitið til framliðinna og anda sem hvískra og muldra,“ skuluð þér svara: „Á fólk ekki frekar að leita til Guðs síns? Hvers vegna ættu menn að leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi? Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins.“

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.